Komin í hóp 20 stærstu hluthafa TM

20.Mars'19 | 07:58

Guðbjörg Mattíasdóttir

Félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, sem eru eigendur Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, er komið í hóp 20 stærstu hluthafa tryggingafélagsins TM með 1,14 prósenta hlut. 

Hlutur félagsins, Kristins ehf., er metinn á um 230 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í tryggingafélaginu. Vísir.is greinir frá.

Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar síðastliðnum hafa Guðbjörg og fjölskylda aukið umtalsvert við eignarhlut sinn í TM að undanförnu en hluturinn, sem nemur smanlagt nokkrum prósentum, er aðallega í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka.

Kristinn ehf., sem birtist í liðinni viku á lista yfir 20 stærstu hluthafa TM, hóf að fjárfesta í tryggingafélaginu á árinu 2016 og nam eignarhlutur félagsins 0,7 prósentum í lok árs 2017.

Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nákvæmlega hversu stóran hlut félög Guðbjargar eiga orðið í TM, einkum á grundvelli framvirkra samninga, en ljóst er að eignarhluturinn er ekki stærri en samtals fimm prósent enda væri félögunum þá að öðrum kosti skylt að tilkynna um það til Kauphallarinnar.

Breski vogunarsjóðurinn Lansdowne Partners hefur bætt nokkuð við hlut sinn í TM undanfarið og fór í síðustu viku með 7,8 prósenta hlut í tryggingafélaginu. Þá hefur sjóður á vegum bandarísku eignastýringarinnar Eaton Vance Management minnkað við sig og heldur nú á 1,4 prósenta hlut í félaginu borið saman við 1,7 prósent í síðasta mánuði.

Sömu sögu er að segja af Frjálsa lífeyrissjóðnum sem er ekki lengur í hópi 20 stærstu hluthafa TM en sjóðurinn átti 1,8 prósenta hlut í félaginu í síðasta mánuði.

 

Vísir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%