„Að grafa skurð með teskeið en ekki skurðgröfu”

Páll Magnússon skorar á Vegagerðina og samgönguyfirvöld að gera þá kröfu til verktakans að hann komi sér upp tækjum sem duga í verkið. Að öðrum kosti verði samningnum rift og ráðist í nýtt útboð

20.Mars'19 | 16:38
palli_mag

Páll Magnússon

„Nú er það komið á daginn sem margir vöruðu við síðasta haust. Fyrirtækið sem Vegagerðin samdi við um dýpkun Landeyjahafnar ræður ekki við verkefnið svo vel sé.” Svona hófst ræða Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á þingi nú síðdegis.

„Sá sem hér stendur og margir fleiri, þeirra á meðal bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum, bentu nýjum vegamálastjóra á það í haust, bæði munnlega og skriflega, að tveir veigamiklir vankantar hefðu verið á útboði verksins. Í fyrsta lagi var verðið látið vega 65% í mati á tilboðum en tæknilegi þátturinn 35%. Með öðrum orðum réði verðið meiru en tæknileg geta viðkomandi til að framkvæma verkið.

Í öðru lagi var enginn áskilnaður um afkastagetu í útboðinu, þ.e. hversu miklu var hægt að afkasta í dýpkun á tímaeiningu. Dýpkun til opnunar á höfninni gat tekið eina viku eða sex vikur, allt eftir því hvað verktakanum hentaði á hverjum tíma eða hvaða tæki hann ætti þá stundina. Nákvæmlega þetta er að gerast nákvæmlega núna.” sagði Páll jafnframt, og bætti við:

„Nú hefur verið unnið að dýpkun í Landeyjahöfn í tíu daga við prýðilegar aðstæður en enn sér ekki fyrir endann á því hvenær höfnin verður opnuð. Kunnáttumenn fullyrða að það fyrirtæki sem sá um dýpkunina síðustu þrjú árin hefði verið búið að opna höfnina fyrir löngu, enda notaði það dýpkunarskip sem er fimm sinnum stærra að bæði að burði og afli en það skip sem verið er að nota núna. Því mætti líkja við að verið væri að grafa skurð með teskeið en ekki skurðgröfu.

Ég skora á Vegagerðina og samgönguyfirvöld að gera þá kröfu til verktakans að hann komi sér upp tækjum sem duga í verkið. Að öðrum kosti verði samningnum rift og ráðist í nýtt útboð. Þetta dugar ekki.”

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%