Dagbók lögreglunnar:

Þrjár líkamsárásir kærðar í liðinni viku

í öllum tilvikum var um sama árásarmann að ræða

19.Mars'19 | 15:46
loggubill_blikk

Ljósmynd/TMS

Þrjár líkamsárásir voru kærðar í liðinni viku en í öllum tilvikum var um sama árásarmann að ræða. Í tveimur tilvikum er um minniháttar áverka á ræða en í einu tilviki er um meiriháttar áverka að ræða. 

Auk árásanna þá er sami aðili kærður fyrir, hótanir, húsbrot, eignaspjöll, þjófnað, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrots. Þá er hann einnig kærður fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart lögreglu og brot gegn valdstjórn með því að stinga á fjóra hjólbarða á lögreglubifreið. Með því hindraði hann störf lögreglu sem litið er mjög alvarlegum augum. Maðurinn var handtekinn og í framhaldi af því færður fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald í fjórar vikur vegna brota á skilorði og ólokinna mála í refsivörslukerfinu.

Sl. þriðjudag var maður handtekinn eftir að hann braut hliðarrúðu í bifreið, en maðurinn var í annarlegu ástandi og óviðræðuhæfur. Honum var sleppt eftir að víman rann af honum og tekin hafði verið af honum skýrsla.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið og áttu þau bæði sér stað síðdegis sl. föstudag. Í báðum tilvikum misstu ökumenn stjórn á bifreiðum sínum vegna hálku, en mikil ofankoma var þegar óhöppin voru. Annað atvikið átti sér stað á Hamarsvegi þar sem ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni og lenti utan vega með þeim afleiðingum að bifreiðin valt og endaði á hvolfi. Í hinu tilvikinu missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni þannig að hún rann á aðra bifreið á gatnamótum Hlíðarvegar og Flata. Ekki var um alvarleg meiðsl í þessum óhöppum en nokkuð tjón varð á ökutækjum.

Í byrjun vikunnar hafði lögreglan í nógu að snúast vegna óveðurs sem gekk yfir Eyjarnar og var lögreglu tilkynnt um fjögur tilvik þar sem girðingar og drasl voru að fjúka. Engin slys urðu á fólki í þessu óveðri, segir í vikuyfirliti lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Tags

Lögreglan

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.