Ofbeldismaður faldi sig á háalofti hjá mömmu

19.Mars'19 | 19:55
vestm_b_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Landsréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands til 12. apríl yfir karlmanni fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum síðasta fimmtudag, 14. mars. Lögregla fann árásarmanninn í felum á háalofti heima hjá móður sinni.

Maðurinn hefur orðið uppvís að níu líkamsárásum og á 22 málum ólokið í réttarvörslukerfinu, segir í frétt á vefsíðu Ríkisútvarpsins.

Skar á dekkin á lögreglubílnum

Á fimmtudaginn var lögreglan kölluð að heimili karlmanns í Vestmanneyjum því þar væri árásarmaðurinn að ráðast á húsráðanda og væri með hníf. Ástæðuna sagði húsráðandi vera þá að maðurinn hafi æst sig vegna sverðs sem hann ætti hjá húsráðanda en að lögregla hefði tekið það. Hann hafi kýlt og sparkað í húsráðanda. Vitni mun hafa verið að árásinni.  Lögregla lagði hald á hnífinn á vettvangi. Ekki vildi þó betur til en svo að þegar lögreglan kom út var búið að skera á alla hjólbarða lögreglubifreiðarinnar og hún því óökufær. 

Kveikti í fangaklefanum

Lögreglan fann árásarmanninn heima hjá móður sinni. Þar hafði hann falið sig uppi á háalofti. Hann var annarlegu ástandi, barðist um, hrækti á lögreglumenn og hótaði þeim og fjölskyldum þeirra lífláti. Maðurinn var færður í fangaklefa. Ekki vildi betur til en svo að þótt leitað hafi verið á fanganum áður en hann var fluttur í klefann náði hann að taka kveikjara með sér inn. Þar kveikti hann í teppi. Lögreglan slökkti eldinn og flutti hann í annan klefa. Leitað var aftur á manninum og þá fannst vasahnífur í innri buxnavasa. 

Fleiri árásir síðustu vikur

Daginn áður, þann 13. mars, var lögreglu afhent sverðið, sem fyrr er nefnt, og það sagt í eigu árásarmannsins. Aðfararnótt þess 13. braust hann inn hjá manni, sló hann og stal fartölvu hans. Þann 12. mars lagði lögreglan hald á kannabis, sem hann var með í vörslum sínum og einnig tvo hnífa. Þá hefur annar maður kært hann til lögreglunnar fyrir að hafa frá 1. - 10. febrúar kýlt hann í andlitið þannig að hann kjálkabrotnaði. 

Ofbeldi með billiard-kjuða og klaufhamri

Í júní í fyrra kærði fyrrverandi vinnuveitandi hans fyrir þjófnað og fjársvik. Þá réðst hann á konu á höfuðborgarsvæðinu í fyrra með því að reka í hana billiardkjuða. Þá sagði konan hann hafa hótað sér og að hann væri alltaf með hníf á sér. Hann var handtekinn á heimili konunnar.  Í febrúar í fyrra réðst hann inn á heimili manns í Vestmannaeyjum og heimtaði peninga og beitti hann ofbeldi. Á árinu 2017 var hann kærður fyrir tveir líkamsárásir og hótanir. Hann notaði klaufhamar í annarri árásinni. 

Löng brotasaga

Maðurinn hefur þegar hlotið tíu refsidóma þar af fyrir tvær stórfelldar líkamsárásir. Ekki er búið að dæma í málunum sem fyrr eru talin. Ólokin mál á hendur honum eru samtals 22. Þar af eru tólf mál sem eru skilorðsrof á 12 mánaða fangelsisdómi frá 7. nóvember 2016. Í niðurstöðu dómsins er fallist á það mat lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að verulegar líkur séu á að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi og því fallist að nauðsyn þess að hann sæti gæsluvarðhaldi. 

 

Ruv.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.