Fjárhagsleg áhrif vegna loðnubrests

Áætla á annað hundrað milljóna króna tekjuskerðingu Vestmannaeyjabæjar

19.Mars'19 | 15:59
hofn_gig

Vestmannaeyjahöfn. Gert er ráð fyrir að Vestmannaeyjahöfn verði af tekjum uppá 33 til 41 milljón króna. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á fundi bæjarstjórnar þann 28.febrúar sl., fól bæjarstjórn fjármálastjóra Vestmannaeyjabæjar að fara yfir fjárhagsleg áhrif yfirvofandi loðnubrests og meta hvort að forsendubrestur sé fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar aðalsjóðs og hafnarsjóðs. 

Fyrir bæjarráði í dag lá fyrir minnisblað um áhrif loðnubrests á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar.

Gera ráð fyrir að starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna tveggja verði af 620-630 milljónum

Ljóst er að loðnubresturinn hefur töluverð efnahagsleg áhrif á samfélagið í Eyjum. Fyrir utan tekjuskerðingu fyrirtækja má gera ráð fyrir að starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna tveggja verði af 620-630 m.kr. launatekjum og slíkt hefur að sjálfsögðu mjög mikil efnahagsleg áhrif. Áætla má að útsvarstekjur Vestmannaeyjabæjar skerðist um rúmar 90 m.kr. og þá á eftir að taka tillit til tapaðra útsvarstekna sem tilkomnar eru vegna launatekna í afleiddri starfsemi.

Ekki liggja fyrir forsendur til að áætla slíkt tap, en 5-10 ársverk iðnaðarmanna gæti þýtt tapaðar útsvarstekjur að fjárhæð 7-14 m.kr. Auk þess má gera ráð fyrir að Vestmannaeyjahöfn verði af tekjum um 33 til 41 m.kr. Þar sem tekjur eru varlega áætlaðar í fjárhagsáætlun ársins 2019 er niðurstaða matsins á þá leið að loðnubresturinn einn og sér hafi ekki í för með sér forsendubrest á tekjuhlið fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019.

Hins vegar er ekki er svigrúm til mikið fleiri áfalla í tekjuáætlun Vestmannaeyjabæjar. Verði tekjurnar í samræmi við áætlun, í stað línulegrar hækkunar undanfarinna ára, mun það hafa töluverð áhrif á rekstur bæjarins. 

Vestmannaeyjabær, Þekkingarsetur Vestmannaeyja og fyrirtæki í sjávarútvegi munu standa fyrir opnum fundi þann 26. mars nk., þar sem farið verður yfir áhrif loðnubrests og stöðuna. 

Ofangreind bókun var samþykkt með tveimur atkvæðum H og E lista, gegn einu atkvæði D lista.

Kallar eftir hagræðingaraðgerðum í rekstri

Í bókun frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði segir að nú liggi fyrir að loðnubrestur muni verða í sjávarútvegi með tilheyrandi óvissu, einnig ber að nefna að mikil skerðing er á kvóta í humri á þessu ári. Í þessu samhengi má nefna að um þriðjungur loðnukvótans er í Vestmannaeyjum. Fjöldi kjarasamninga eru lausir, ásamt því að yfirvofandi er skerðing framlaga úr Jöfnunarsjóði upp á tugi milljóna fyrir Vestmannaeyjabæ. 

Samkvæmt minnisblaðinu er áætlað að tekjur sveitarfélagsins kunni að skerðast um allt að 145 milljónir vegna loðnubrests. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að ekki verði horft fram hjá því að ekki sé svigrúm til frekari áfalla í tekjuáætlun Vestmannaeyjabæjar og verði tekjurnar í samræmi við áætlun í stað línulegrar hækkunar muni það hafa mikil áhrif á rekstur bæjarins. 

Þessa samantekt fjármálastjóra ber að taka alvarlega og er full ástæða til að bregðast við sem fyrst af festu og yfirvegun með aðgerðum til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins. 

Afgreiðsla fulltrúa E- og H- lista á minnisblaðinu á þann máta að ekki sé þörf á neinum aðgerðum varðandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er óábyrg. Sérstaklega í ljósi þess að rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs er nú þegar neikvæð um rúmar 32 milljónir fyrir fjármunatekjur. Sú rekstrarniðurstaða verður því í mínus 177 milljónum fyrir fjármunatekjur gangi áætlun fjármálastjóra um tekjumissi eftir. Slíkt kallar eðli málsins samkvæmt á hagræðingaraðgerðir í rekstri, segir í bókun minnihlutans.

Ber að taka tekjutapi bæjarins alvarlega

Í bókun meirihlutans segir að fulltrúar E- og H- lista treysti mati fjármálastjóra bæjarins um að ekki sé ástæða til þess að taka upp fjárhagsáætlun þar sem tekjutap sem hlýst af loðnubresti felur ekki í för með sér forsendubrest fjárhagsáætlunar.  Að sjálfsögðu ber að taka tekjutapi bæjarins alvarlega og verður náið fylgst með gangi mála í sjávarútvegi á næstu misserum.

 

Hér má sjá minnisblaðið.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).