Sæheimar loka

17.Mars'19 | 23:11
saeh_loka

Ljósmynd/saeheimar.is

Þessa dagana fer fram flutningur á lifandi fiskum og öðrum sjávarlífverum frá Sæheimum í ný heimkynni hjá Sea Life Trust að Ægisgötu 2. Búið er að flytja flest dýrin, en ennþá eru nokkur sérstaklega þrjósk hornsíli eftir og litlir krabbar sem eru í felum bak við steina. 

Sæheimar hafa nú hætt starfsemi sinni og lýkur þar með sögu þessa safns, sem var stofnað 5. júní árið 1964 undir nafninu "Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja". Þann 7. febrúar 1965 var fuglasalurinn opnaður og 7. apríl sama ár var fiskasalurinn opnaður. Það eru því um 54 ár frá því að fyrstu fiskarnir voru fluttir í sýningarbúrin og þar til þeir síðustu eru fluttir á brott, segir í frétt á vefsíðu Sæheima.

Nú styttist óðum í að nýja sýningaraðstaðan opni og eru því sennandi tímar framundan. Auðvitað munu margir sakna gamla góða Fiskasafnsins en með nýjum tímum koma ný tækifæri og erum við þess fullviss að heimamenn eigi eftir að vera stoltir af nýju sýningunni og að hún muni bera hróður Eyjanna víða.

Á myndinni eru þeir Örn Hilmisson og Kristján Egilsson, sem virða fyrir sér krossfiska og sæbjúgu sem eru í aðlögun á nýja staðnum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%