Vestmannaeyjahöfn:

Ætlunin að þilja kantinn við Skipalyftuna

16.Mars'19 | 12:33
stalthil_bryggja

Bryggjuþilin á kæjanum við athafnasvæði Eimskips. Ljósmynd/TMS

Það vakti athygli ritstjóra Eyjar.net á ferð hans á bryggjunni í gær að þar eru á kæjanum ný bryggjuþil, líkt og myndin hér að ofan sýnir. Að sögn Ólafs Þórs Snorrasonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar er ætlunin að þilja kantinn sunnan við Skipalyftuna. 

En þar er þilið ónýtt, segir Ólafur. Ekki er þó verið að fara í verkið á næstunni. Aðspurður segir Ólafur Þór að verklýsingar og áætlanir séu í vinnslu hjá Vegagerðinni en reiknað er með að þetta verði unnið á árunum 2020 og 2021.

„Það er verið að vinna sér í haginn með því að kaupa stálþilið í samfloti við nokkrar aðrar hafnir en með því næst samlegð í innkaupum og flutningi.”

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).