Vestmannaeyjahöfn:

Ætlunin að þilja kantinn við Skipalyftuna

16.Mars'19 | 12:33
stalthil_bryggja

Bryggjuþilin á kæjanum við athafnasvæði Eimskips. Ljósmynd/TMS

Það vakti athygli ritstjóra Eyjar.net á ferð hans á bryggjunni í gær að þar eru á kæjanum ný bryggjuþil, líkt og myndin hér að ofan sýnir. Að sögn Ólafs Þórs Snorrasonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar er ætlunin að þilja kantinn sunnan við Skipalyftuna. 

En þar er þilið ónýtt, segir Ólafur. Ekki er þó verið að fara í verkið á næstunni. Aðspurður segir Ólafur Þór að verklýsingar og áætlanir séu í vinnslu hjá Vegagerðinni en reiknað er með að þetta verði unnið á árunum 2020 og 2021.

„Það er verið að vinna sér í haginn með því að kaupa stálþilið í samfloti við nokkrar aðrar hafnir en með því næst samlegð í innkaupum og flutningi.”

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.