Annað dýpkunartæki væntanlegt í Landeyjahöfn

- miðað við nýjustu veðurspár mun ekki takast að gera höfnina klára fyrr en í fyrsta lagi eftir þarnæstu helgi

15.Mars'19 | 11:15
IMG_4199

Tómlegt í Landeyjahöfn. Dísan fór þangað í morgun en er nú komin aftur til Eyja. Ljósmynd/TMS

Unnið er eftir verkáætlun sem miðar að því að gera höfnina klára fyrir Herjólf eins fljótt og hægt er, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni varðandi dýpkun í og við Landeyjahöfn. Dýpkunarskipið Dísa hélt af stað í morgun en er nú komin aftur til Eyja.

„Eins og staðan er núna á eftir að fjarlægja 30 þús m3, þar af 5-10 þús m3 milli garða og afganginn í innri hluta hafnarinnar. Það er mikilvægt að við fáum næði til að klára þetta áður en umferð verður sett á höfnina.” segir ennfremur í tilkynningunni.

Búið að fjarlægja 11-12 þúsund rúmmetra

Vinna með dýpkunarskipi hófst 4. mars. Skipið afkastar ca 5000 m3 á sólarhring við kjöraðstæður. Afköstin minnka þegar aðstæður versna. Aðstæður á hverjum tíma eru metnar út frá ölduhæð, öldulengd og vindhraða. Skipið vann við dýpkun 4., 5., 6., 7., 12. og 13. mars. Búið er að fjarlægja 11-12 þúsund m3.

Sjá einnig nýjustu dýptarmælingu: Dýpið við Landeyjahöfn

4-6 daga til þess að fjarlægja sandinn sem er að trufla

Annað dýpkunartæki, gröfuprammi sem er í Þorlákshöfn núna og verður fluttur til Landeyjahafnar um leið og það er hægt. Mögulega um helgina en það er ekki öruggt.

Vonast er til að hægt verði að auka afköstin í allt að 10 þús m3 á dag þegar gröfupramminn verður kominn. Mat Vegagerðarinnar er að það þurfi bæði tæki í 4-6 daga til þess að fjarlægja sandinn sem er að trufla miðað við stöðuna núna.

Miðað við nýjustu veðurspár verður hægt að vinna frá aðfaranótt sunnudags og fram á mánudagskvöld og síðan ekki meir fyrr en á föstudag – laugardag í næstu viku. Samkvæmt þessu mun ekki takast að gera höfnina klára fyrr en í fyrsta lagi eftir þarnæstu helgi, segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).