Landeyjahöfn:

Dýpið engan veginn nægt innan hafnar

14.Mars'19 | 19:41
bjorgunarbat_landey

Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hefur Björgun hafið dýpkun í og við Landeyjahöfn. Dýpkun hefur gengið vel þegar veður leyfir eins og sjá má á mælingum. Hins vegar þarf að dýpka töluvert meira bæði milli garða og sérstaklega innan hafnar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Þá segir að þó dýpi í gatinu milli garða sé orðið nægt til að hægt sé að sigla þar á milli eftir sjávarstöðu þá gæti Herjólfur eins og staðan er núna ekki komist frá bryggju enda er dýpið engan veginn nægt þannig að hann gæti snúið innan hafnar.

Starfsfólk Eimskips/Herjólfs bíður eins og aðrir spennt eftir að höfnin opnist og um leið og aðstæður og veður leyfir verður siglt til Landeyjahafnar. Tilkynning verður send um leið og það er ljóst hvenær hægt verður að opna Landeyjahöfn. Þangað til er siglt til Þorlákshafnar.

 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.