Flestir með góða vörn gegn mislingum

- einhverjir árgangar í Eyjum sem og annars staðar sem fengu bóluefnið í eitt skipti, en ekki tvö

11.Mars'19 | 17:05
hsu_eyjum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Mynd/TMS

Hjörtur Kristj​ánsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og umdæmissóttvarnalæknir Suðurlands segir í samtali við Eyjar.net að hann viti ekki til þess að einhverjir árgangar hafi ekki fengið bóusetningu við mislingum.

„Hins vegar eru sennilega einhverjir árgangar í Eyjum sem og annars staðar sem fengu bóluefnið í eitt skipti, en ekki tvö. Þessir einstaklingar eru flestir með góða vörn, en það hlutfall eykst eilítið ef bólusett er í tvígang. Bóluefnið veitir ævilanga vörn. Þeir sem eru búnir að fá einn skammt af bóluefni eru ekki í forgangi, en geta, þegar nægilegt hefur borist af bóluefni og búið er að bólusetja forgangshópa, fengið sprautu nr. 2 ef þeir óska þess.” segir Hjörtur.

Hann bendir á að nánari upplýsingar um mislinga og bóluefni sé er að finna inn á heimasíðu Landlæknis.

 

 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).