Flestir með góða vörn gegn mislingum

- einhverjir árgangar í Eyjum sem og annars staðar sem fengu bóluefnið í eitt skipti, en ekki tvö

11.Mars'19 | 17:05
hsu_eyjum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Mynd/TMS

Hjörtur Kristj​ánsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og umdæmissóttvarnalæknir Suðurlands segir í samtali við Eyjar.net að hann viti ekki til þess að einhverjir árgangar hafi ekki fengið bóusetningu við mislingum.

„Hins vegar eru sennilega einhverjir árgangar í Eyjum sem og annars staðar sem fengu bóluefnið í eitt skipti, en ekki tvö. Þessir einstaklingar eru flestir með góða vörn, en það hlutfall eykst eilítið ef bólusett er í tvígang. Bóluefnið veitir ævilanga vörn. Þeir sem eru búnir að fá einn skammt af bóluefni eru ekki í forgangi, en geta, þegar nægilegt hefur borist af bóluefni og búið er að bólusetja forgangshópa, fengið sprautu nr. 2 ef þeir óska þess.” segir Hjörtur.

Hann bendir á að nánari upplýsingar um mislinga og bóluefni sé er að finna inn á heimasíðu Landlæknis.

 

 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.