Fárviðri í Eyjum

11.Mars'19 | 18:43
ovedur_bjorgunarsveit

Björgunarsveitir voru kallaðar út í Vestmannaeyjum. Mynd/úr safni

Útlit er fyrir að vindur nái fárviðrisstyrk bæði í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum í kvöld. Þar verður veðrið verst í þeim veðurham sem gengur yfir landið. „Þar sem er svona hvasst á fólk bara að vera inni,“ segir Björn Sævar Einarsson veðurfræðingur.

„Það má búast við að í kvöld fari allt upp í 35 metra á sekúndu þar í meðalvind, eða fárviðrisstyrk. Einnig hvessir í Öræfasveit í kvöld og þar má búast við 30 til 35 metrum á sekúndu,“ sagði Björn Sævar í kvöldfréttum RÚV.

Samkvæmt yfirliti á vef Veðurstofunnar hefur mesti vindur sem mældist í dag þegar náð fárviðrisstyrk. Það er 37,6 metrar á sekúndu á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Til upprifjunar má nefna að vindhraðinn í stormi er 20,8 til 24,4 metrar á sekúndu. Þar á eftir koma rok og ofsaveður áður en kemur að fárviðri, sem eru mestu óviðri með 32,7 metra vind á sekúndu eða meira.

Björn Sævar segir að það lægi fyrst í Vestmannaeyjum, upp úr miðnætti. Síðan undir Eyjafjöllum og í Öræfum með morgninum. Þá bendir Björn Sævar á að það verður snjókoma og hríð á Norðausturlandi og öllum fjallvegum á Austurlandi. Þar er útlit fyrir talsverða úrkomu sem getur verið til trafala á morgun.

Veginum milli Hvolsvallar og Víkur var lokað klukkan þrjú í dag. Gert er ráð fyrir því að veginum um Skeiðarársand og Öræfi verði lokað klukkan átta í kvöld.

Björgunarsveitir voru kallaðar út í Vestmannaeyjum í dag og fóru í þrjú eða fjögur útköll til að festa hluti áður en þeir losnuðu. Björgunarsveit var kölluð út á Vík síðdegis vegna foks.

 

Ruv.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).