Framtíðarsýn í húsnæðismálum GRV

Breytingartillaga samþykkt samhljóða

11.Mars'19 | 11:13
hamarsskoli

Hamarsskóli. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja voru til umfjöllunar framtíðarsýn í húsnæðismálum Grunnskóla Vestmannaeyja. Þar var m.a lögð fram breytingartillaga við afgreiðslu fræðsluráðs á málinu.

Fyrst bókaði minnihlutinn. Í bókuninni sagði að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsi yfir vonbrigðum með að málinu hafi enn einu sinni verið frestað við afgreiðslu fræðsluráðs. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu um að farið verði í kostnaðargreiningu og forhönnun viðbyggingar með það að markmiði að innan veggja skólans rúmist lengd viðvera grunnskólanema, starfsemi Tónlistarskóla Vestmannaeyja, hátíðarsalur og stórbætt aðstaða mötuneytis enda liggur fyrir ítarlegt minnisblað framkvæmdastjóra. Samkvæmt því liggur í augum uppi að kostir viðbyggingar við Hamarsskóla eru ótvíræðir bæði hvað varðar rekstrarhagræði, styttingu boðleiða og aukið hagræði fyrir börn og foreldra ásamt mikilli samþættingu skólastarfsins. Rými þeirrar starfsemi sem um ræðir í dag er nægilega mikið eins og er en þarfnast þó verulegra úrbóta.


Breytingartillaga við afgreiðslu fræðsluráðs á málinu.

Bæjarstjórn þakkar upplýsingarnar og vinnu framkvæmdarstjóra við minnisblaðið. Bæjarstjórn felur framkvæmdarstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kostnaðargreina tvo kosti.

a) Annarsvegar nýbyggingu og breytingar á Hamarsskóla, sem myndi mæta því markmiði að bæta við fjölnotasal, bæta aðstöðu fyrir mötuneyti, rúmist lengd viðvera og tónlistarskólann innan veggja Hamarsskóla.

b) Hinsvegar þær framkvæmdir, endurbætur og breytingar, sem þarf að gera til að bæta aðgengi, byggja upp og viðhalda því húsnæði þar sem tónlistarskólinn og frístundaverið eru í dag með tilliti til bættrar þjónustu.

c) Framkvæmdarstjóra fræðslusviðs verði falið að skoða rekstrarhagræðinguna sem hlýst af því að hafa alla starfsemina í sama húsi.

Faglegt mat og vilji ráðsins liggur fyrir og mikilvægt að næstu skref verði tekin í kjölfar frekari upplýsinga s.s kostnaðargreiningar.
Mál þetta er stórt í sniðum og þurfa ákvarðanir að taka mið af fjárhagslegri ábyrgð og vera í samræmi við þarfagreiningu, fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun næstu ára.

Breytingartillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir breytingartillöguna og lýsir yfir ánægju með að tekið sé jákvætt í tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði um viðbyggingu við Hamarsskóla, en lýsir jafnframt yfir vonbrigðum með að meirihluti fræðsluráðs hafi ekki verið undirbúinn fyrir ákvarðanatöku á síðasta fundi ráðsins þegar minnisblað lá fyrir né getað tekið undir eða lagt fram breytingatillögu við tillögu Sjálfstæðisflokksins á fundi fræðsluráðs. Að taka ákvörðun sem þessa á fundi bæjarstjórnar eftir frestun afgreiðslu málsins hjá fræðsluráði grefur undan valdheimildum og hlutverki ráðsins.


 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is