Starfshópur um framtíðarskipan ferðamála:

Greina þörfina og taka ákvörðun um útgjöld á vegum bæjarins

9.Mars'19 | 05:57
folk_bryggja

Ferðamenn við Herjólfsafgreiðsluna. Ljósmynd/TMS

Formaður stjórnar sem tekur ákvörðun um útgjöld til markaðsmála sem og annarra aðgerða til framdráttar ferðaþjónustunnar, sbr. samþykkt bæjarráðs frá 14. janúar sl., gerði grein fyrir vinnu stjórnarinnar, á síðasta fundi bæjarráðs.

Stjórnin, sem skipuð er Páli Scheving og Berglindi Sigmarsdóttur frá ferðaþjónustunni og Angantý Einarssyni, fulltrúa Vestmannaeyjabæjar, mun greina þörfina og taka ákvörðun um útgjöld á vegum bæjarins til markaðsmála sem og annarra aðgerða til framdráttar ferðaþjónustunni og ráðstafa til þess 7,6 m.kr. fjárheimild sem veitt hefur verið til málaflokksins í fjárhagsáætlun 2019.

Af þeirri fjárhæð er áætlað að um 2 m.kr. verði ráðstafað til samstarfs við Markaðsstofu Suðurlands og um 1 m.kr. til reksturs upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Ráðgert er að öðrum fjárheimildum verði varið til beinna aðgerða í markaðsmálum fyrir ferðaþjónustuna. Gerður verði samningur við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja um fyrirkomulag úthlutunar, segir í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.