Frístundastyrkur Vestmannaeyjabæjar

Má endurskoða fyrirkomulagið á næsta ári

- bæði með tilliti til aldurs og fjárhæðar

8.Mars'19 | 05:33
IMG_4933

Frá bæjarstjórnarfundi. Ljósmynd/TMS

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjölskyldu- og tómstundaráði, en í kjölfar upptöku frístundastyrks fyrir 2-6 ára voru tekin upp ný gjöld af hálfu ÍBV íþróttafélags fyrir yngstu börnin sem nema styrkupphæðinni.

Þetta segir í bókun minnihlutans í bæjarstjórn Vestmannaeyja, en á síðasta fundi kom til umræðu og afgreiðslu mál er varðar frístundastyrk Vestmannaeyjabæjar.

Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista segir að fyrirkomulag og upphæð frístundastyrkja eigi að vera í endurskoðun árlega. Það fyrirkomulag, styrkur til 2-18 ára, sem samþykkt var við gerð fjárhagsáætlunar hefur tekið gildi og unnið er samkvæmt því og þykir rétt að gera það út árið 2019. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 má endurskoða fyrirkomulagið bæði með tilliti til aldurs og fjárhæðar.

Í kjölfarið bókuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að þeir taki undir bókun H- og E-lista.

Málið var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.