Fátt um svör

6.Mars'19 | 06:23
hsu_eyjar

Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum. Mynd/TMS

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var umræða um heilbrigðismál. Þann 4. mars sl. átti bæjarráð fund með Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra HSU og tveimur fulltrúum stofnunarinnar. M.a var rætt um hvernig 58 m.kr. fjárheimild til stofnunarinnar til eflingar geðheilbrigðismála verði ráðstafað. 

Kom fram að áhersla verði lögð á sálfræðiþjónustu fullorðinna einstkalinga. Samstarf við félagsþjónustu á landsbyggðinni verði aukið. Jafnframt var rætt um hvernig hægt er að efla ómskoðun og reglubundnar augnlækningar í Eyjum. Bæjarráð óskaði eftir upplýsingum um framtíðarsýn yfirstjórnar HSU á starfsemi stofnunarinnar í Vestmannaeyjum og stöðu mála er varða þyrlusjúkfraflug.

Lýsa vonbrigðum með að enn hafi ekki verið komið á fót sónarþjónustu né þjónustu augnlæknis

Fram kemur í bókun ráðsins að bæjarráði finnist fátt um svör við þeim spurningum sem lagðar voru fram og lítið hafa gerst frá því að fundað var síðast með forstjóra stofnunarinnar. 

Þá segir í bókuninni að bæjarráð lýsi yfir vonbrigðum með að enn hafi ekki verið komið á fót sónarþjónustu né þjónustu augnlæknis við stofnunina þrátt fyrir fyrirheit forstjórans þar um. Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir um nauðsyn þess að hlutverk HSU í Vestmannaeyjum verði skilgreint til framtíðar og þjónusta stofnunarinnar og þá sérstaklega bráðaþjónusta við íbúa samfélagins verði efld til muna.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.