Fátt um svör

6.Mars'19 | 06:23
hsu_eyjar

Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum. Mynd/TMS

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var umræða um heilbrigðismál. Þann 4. mars sl. átti bæjarráð fund með Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra HSU og tveimur fulltrúum stofnunarinnar. M.a var rætt um hvernig 58 m.kr. fjárheimild til stofnunarinnar til eflingar geðheilbrigðismála verði ráðstafað. 

Kom fram að áhersla verði lögð á sálfræðiþjónustu fullorðinna einstkalinga. Samstarf við félagsþjónustu á landsbyggðinni verði aukið. Jafnframt var rætt um hvernig hægt er að efla ómskoðun og reglubundnar augnlækningar í Eyjum. Bæjarráð óskaði eftir upplýsingum um framtíðarsýn yfirstjórnar HSU á starfsemi stofnunarinnar í Vestmannaeyjum og stöðu mála er varða þyrlusjúkfraflug.

Lýsa vonbrigðum með að enn hafi ekki verið komið á fót sónarþjónustu né þjónustu augnlæknis

Fram kemur í bókun ráðsins að bæjarráði finnist fátt um svör við þeim spurningum sem lagðar voru fram og lítið hafa gerst frá því að fundað var síðast með forstjóra stofnunarinnar. 

Þá segir í bókuninni að bæjarráð lýsi yfir vonbrigðum með að enn hafi ekki verið komið á fót sónarþjónustu né þjónustu augnlæknis við stofnunina þrátt fyrir fyrirheit forstjórans þar um. Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir um nauðsyn þess að hlutverk HSU í Vestmannaeyjum verði skilgreint til framtíðar og þjónusta stofnunarinnar og þá sérstaklega bráðaþjónusta við íbúa samfélagins verði efld til muna.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).