Herjólfur:

Sjö brottfarir til og frá Eyjum á dag frá og með 30. mars

5.Mars'19 | 18:08
herj_bru_bilar

Hvort sem að núverandi ferja eða ný ferja verður notuð í lok mánaðrins verða 7 ferðir á dag alla daga. Mynd/TMS

Rekstrarfélagið Herjólfur ohf. mun taka við rekstri ferjusiglinga þann 30. mars nk. og mun hefja siglingar miðað við sjö brottfarir til og frá Eyjum á dag frá þeim tíma, hvort heldur siglt verður á núverandi Herjólfi eða nýrri ferju.

Þetta segir m.a í bókun bæjarráðs en á fundi ráðsins í dag voru samgöngumál til umræðu. Jafnframt segir í bókuninni að Björgun hafi hafið dýpkun í Landeyjarhöfn. Ætluð voru tvö skip til verkefnisins. Dísan er byrjuð að dýpka, en þar sem ekki er þörf fyrir að dýpka á rifinu skv. upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Sóley ekki verið kölluð til í þetta sinn. Bæjarráð telur mikilvægt að unnið sé á vöktum við dýpkun allan sólarhringinn þegar veður gefst, því hver dagur skiptir máli. 

Tekin var fyrir samantekt framkvæmdastjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um stöðu mála. Þar kemur fram að: 

  1. Sjóprufur fóru fram undir lok febrúar og er verið að vinna úr þeim athugasemdum sem þar komu fram. Ferjan fer í þurrkví en við botnskoðun kom í ljós að fara þarf í málningarvinnu fyrir afhendingu, 
  2. Það liggur fyrir að einhver seinkun verði á afhendingu nýju ferjunnar og hefur ekki verið staðfest hvenær afhending fer fram, 
  3. Rekstrarfélagið muni taka við rekstri ferjusiglinga þann 30. mars n.k. og mun hefja siglingar miðað við sjö brottfarir til og frá Eyjum á dag frá þeim tíma, hvort heldur siglt verður á núverandi Herjólfi eða nýrri ferju, 
  4. Önnur verkefni sbr. vinna við gerð heimasíðu og tenging við nýtt bókunarkerfi gengur samkvæmt áætlun.

Þá kom fram að bæjarstjóri hafi fundað með framkvæmdastjóra og svæðisstjóra Isavia um stöðu flugvallarins og flugsamgangna til Vestmannaeyja. Ákveðið var að funda að nýju í aprílmánuði. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is