Nýtt innlegg ríkisins í viðkvæmar kjaraviðræður

4.Mars'19 | 08:59
sigridur_a_stjornsysluhus_eyjar.net

Sigríður Andersen. Ljósmynd/samsett

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði á opnum fundi sem haldinn var í Vestmannaeyjum sunnudaginn 23. febrúar að hún teldi að fé væri til að ráða lögfræðing til starfa við embætti sýslumannsins í Eyjum. 

Var tíðrætt um skynsama ráðstöfun á skattfé

Settur sýslumaður í Eyjum er Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi. Kristín sagði í viðtali við Eyjar.net nú um helgina að hún hefði ekki neinar fjárheimildir til að ráða lögfræðing til starfa við embættið. Hún sagði jafnframt að til þess að hægt væri að réttlæta að ráðinn yrði annar fulltrúi þyrftu að koma til ný verkefni sem fjármagn fylgdi. Þarna stangast því á það sem ráðherra hélt fram og það sem settur sýslumaður segir.

Þá staðfesti Kristín að hún fengi hálf laun sýslumanns til viðbótar fyrir að taka við embættinu. Hún er settur sýslumaður í Eyjum til næstu áramóta.

Sjá einnig: Breytingar á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum

Hærri en laun löglærðs fulltrúa í 100% starfi

Samkvæmt heimildum Eyjar.net var heildarkostnaður embættis sýslumannsins í Vestmannaeyjum við laun sýslumanns árið 2018 væri í kringum 20 milljónir á ári.

Það mun því kosta embætti Sýslumannsins í Vestmannaeyjum um kr. 800.000,- að vera með settan sýslumann yfir embættinu sem situr á Selfossi. Samkvæmt sömu heimildum eru þetta útgjöld sem eru hærri en laun löglærðs fulltrúa í 100% starfi.  

Innlegg í kjarabaráttu

Síðustu vikur hafa hækkanir launa bankastjóra ríkisbankana verið mikið í umræðunni. Þar eru það stjórnir bankana sem ákveða laun þeirra samkvæmt starfskjarastefnu. Þessi launahækkun heyrir hins vegar beint undir ráðherra. Ráðherra hafði aðra möguleika í stöðunni, en valdi að fara þessa leið.

Það að færa einni manneskju tæpa eina milljón á mánuði fyrir litla starfsaukningu hlýtur að túlkast sem innlegg ríkisins í viðkvæmar kjaraviðræður. Settur sýslumaður er nú væntanlega með heildarlaun um 2,4 - 2,6 milljónir á mánuði. Eru það svipuð launakjör og hæstlaunaði forstjóri ríkisins hefur í laun, forstjóri Landsspítalans.

Á fyrrgreindum fundi tók ráðherra það skýrt fram að hún vildi ekki leggja niður embættið í Eyjum.

Niðurstaða málsins fyrir embættið í Eyjum er sú að fyrrum sýslumaður er farinn og laun hans tekin af embættinu. Enginn kemur til Eyja í hans stað og ekki verður séð að þetta spari ríkinu nokkra fjámuni.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).