Klaudia hefur hafið störf sem fjölmenningarfulltrúi

2.Mars'19 | 06:17
Klaudia

Klaudia Beata Wróbel

Klaudia Beata Wróbel hóf störf þann 1. mars 2019, sem fjölmenningarfulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ. Klaudia er fædd í Póllandi og ólst þar upp til 11 ára aldurs er hún flutti til Íslands. Klaudia er með stúdentspróf frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. 

Hún talar pólsku og íslensku sem og ensku. Klaudia hefur starfað að mestu innan fiskvinnslunnar og við þjónustustörf en einnig sem túlkur fyrir Pólverja á Íslandi. Sem innflytjandi og við aðstoð innflytjenda við túlkun hefur Klaudia mikla reynslu og þekkingu á málefnum innflytjenda. Þekking hennar á stöðu innflytjendabarna í grunn- og framhaldsskóla er mikil sem og þekking á innviðum kerfisins á Íslandi og í Póllandi. Þar sem pólskir innflytjendur eru í meirihluta af fjölda innflytjenda í Vestmannaeyjum nýtist tungumálakunnátta hennar, þekking og reynsla einstaklega vel fyrir þennan hóp sem og fyrir aðra innflytjendur.

Hægt er að hafa samband við Klaudiu í síma 488-2040 eða í klaudia@vestmannaeyjar.is.

 

Klaudia Beata Wróbel zaczęła dzisiaj,1 marca 2019, prace na stanowisku Przedstawiciela Wielokulturowości (Fjölmenningarfulltrúi).

Klaudia jest urodzona w Polsce i wychowała się tam do 11 roku życia, po czym przeprowadziła się na Islandię. Klaudia jest absolwentką szkoły Framhaldsskólinn i Vestmannaeyjum. Mówi ona po polsku, islandzku oraz angielsku. Klaudia w większości pracowała w przetwórstwie rybnym oraz obsłudze klienta, oraz jako tłumacz dla polaków na Islandii. Jako emigrantka oraz przez pomoc emigrantom jako tłumacz Klaudia ma doświadczenie i wiedze w tym obszarze. Jej znajomość na tle dzieci emigrantów w szkole podstawowej, jak i szkole średniej jest duża zarówno, jak i znajomość na tle urzędów w Polsce i Islandii. Z racji, gdyż polscy emigranci są większością emigrantów w Vestmannaeyjar jej umiejętności językowe, wiedza i doświadczenie przyda się na tym stanowisku dla tej grupy, jak i innych emigrantów.

Można kontaktować się z nią pod telefonem 488-2040 lub meilowo klaudia@vestmannaeyjar.is.

 
Klaudia Beata Wróbel starts work today March 1st 2019 as a multicultural representative for Vestmannaeyjar town.
 
Klaudia was born in Poland and lived there until she moved to Iceland at 11 years of age. Klaudia holds a Bachelor's degree from Vestmannaeyjar college. She is fluent in Polish, Icelandic and English.
Klaudia has worked mostly in the fishing and service industries, as well as an interpreter for Polish people in Iceland. Besides being an immigrant herself, Klaudia has also acquired a great deal of experience assisting other immigrants with her interpreter services. She possesses an extensive knowledge of the situation of immigrants' children in elementary and secondary schools and of the social system's infrastructure in Iceland as well as Poland. Polish immigrants make up the bulk of immigrants in Vestmannaeyjar, so that her language skills, knowledge and experience comes in especially handy for that group, as well as for other immigrants. The aim is that Klaudia will start on March 1st. The cultural representative's office will be at the Vestmannaeyjar Culture House.
 
Klaudia can be reached at 488-2040 or at klaudia@vestmannaeyjar.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...