Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Fasteignaskatturinn enn til umræðu

2.Mars'19 | 09:25
brekastigur

Ljósmynd/TMS

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja óábyrgt af meirihluta bæjarstjórnar að ráðast í enn eina kostnaðarsama úttektina þar sem bruðlað er með almannafé.” segir í bókun frá bæjarfulltrúum D-lista um úttekt sem meirihluti bæjarstjórnar hyggst fara í um ákvarðanir um niðurfellingu fasteignagjalda tl elli- og örorkulífeyrisþega í gegnum árin.

Ennfremur segir í bókun minnihlutans að tillaga meirihlutans um að endurskoða afsláttarkjör eldri borgara vegna greiðslu fasteignaskatta í sögulegu samhengi sé óskýr en þar kemur hvorki fram hversu langt aftur á að fara, hversu umfangsmikil úttektin á að vera og þá hversu kostnaðarsöm fyrir sveitarfélagið úttektin verður né hvaða tilgangi hún á að þjóna.

Í kjölfarið var lögð fram breytingartillaga frá bæjarfulltrúum H- og E-lista varðandi afgreiðslu bæjarráðs á málinu. Hún hljóðar svo:

„Bæjarstjórn leggur til að embættismönnum Vestmannaeyjabæjar verði falið að skoða verklag við ákvarðanir um niðurfellingu fasteignagjalda tl elli- og örorkulífeyrisþega í gegnum árin. Annast gagnaöflun um tilurð ákvarðana frá því fyrst var hafið að veita slíkan afslátt sem og samskipti við stjórnvöld eftir að það hófst. Á þeim gögnum má leggja mat á þá stjórnsýslu sem viðhöfð hefur í gegnum árin um niðurfellingu fasteignaskatts og veitingu afsláttar á sorpeyðingargjöldum. Verði samantektin fyrir bæjarráð.”

Ofangreind tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H- og E-lista gegn þremur atkvæðum bæjarfulltrúum D-lista.

Trausti Hjaltason gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun: Hér er enn og aftur verið að líta í baksýnisspegilinn og eyða tíma og fjármagni í að skoða hluti sem liggja ljósir fyrir.

Í framhaldinu kom tillaga frá bæjarfulltrúm D-lista, þar sem segir:
„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir að bæjarstjóri afli upplýsinga, eins og bent er á í bréfi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 16.01.2019 til Vestmannaeyjabæjar, hjá viðeigandi stjórnvöldum um hvort að sá afsláttur sem bæjarfélagið veitir af sorpeyðingargjöldum sé samrýmanlegur ákvæðum laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, með síðari breytingum.”

Samþykkt með þremur atkvæðum D-lista. Bæjarfulltrúar H- og E-lista sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun.

„Bæjarfulltrúar H- og E-lista sitja hjá en vinna við öflun upplýsinga er þegar í gangi hjá embættismönnum bæjarins. Búið var að fá ráðgjöf hjá stjórnsýslufræðingi áður en ákvörðun var tekin.” 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.