Skólaverkefni Listasafns ASÍ í Eyjum

1.Mars'19 | 13:17
grv_born_19_ads

Ljósmyndir/aðsendar

Síðastliðinn þriðjudag og miðvikudag komu fulltrúar Listasafns ASÍ til Eyja með skólaverkefni sitt. Skólaverkefni Listasafns ASÍ hafa verið haldin á þremur stöðum það sem af er. 

Fyrst í október 2017 í Lækjarskóla í Hafnarfirði og í desember í Seyðisfjarðarskóla og í júlí sl. á Blönduósi í tengslum við sýningu Sigurðar Guðjónssonar. Kennarar hafa verið Ragnheiður Gestsdóttir myndlistarmaður og kvikmyndagerðarkona, Sigrún Jónsdóttir tónskáld og  Kolbeinn Hugi Höskuldsson myndlistar- og tónlistarmaður. Anna Kolfinna Kuran danshöfundur kenndi hins vegar námskeiðið í Eyjum.

Síðasta sýningarhelgi UNIVERSAL SUGAR

Skólaverkefnið var skipulagt í tengslum við sýningar á verkum Hildigunnar Birgisdóttur í Vestmannaeyjum og í Garðabæ, en um helgina er síðasti sjéns til að bera þá sýningu augum. Sýningin UNIVERSAL SUGAR er á Höfðavegi 11 (gengið inn að vestanverðu) og verður opið um helgina en þar tekur Ásgeir Hjaltalín á móti gestum bæði laugardag og sunnudag milli kl. 14 -17.

Fleiri myndir frá sýningunni í GRV má sjá hér að neðan.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-