Skólaverkefni Listasafns ASÍ í Eyjum

1.Mars'19 | 13:17
grv_born_19_ads

Ljósmyndir/aðsendar

Síðastliðinn þriðjudag og miðvikudag komu fulltrúar Listasafns ASÍ til Eyja með skólaverkefni sitt. Skólaverkefni Listasafns ASÍ hafa verið haldin á þremur stöðum það sem af er. 

Fyrst í október 2017 í Lækjarskóla í Hafnarfirði og í desember í Seyðisfjarðarskóla og í júlí sl. á Blönduósi í tengslum við sýningu Sigurðar Guðjónssonar. Kennarar hafa verið Ragnheiður Gestsdóttir myndlistarmaður og kvikmyndagerðarkona, Sigrún Jónsdóttir tónskáld og  Kolbeinn Hugi Höskuldsson myndlistar- og tónlistarmaður. Anna Kolfinna Kuran danshöfundur kenndi hins vegar námskeiðið í Eyjum.

Síðasta sýningarhelgi UNIVERSAL SUGAR

Skólaverkefnið var skipulagt í tengslum við sýningar á verkum Hildigunnar Birgisdóttur í Vestmannaeyjum og í Garðabæ, en um helgina er síðasti sjéns til að bera þá sýningu augum. Sýningin UNIVERSAL SUGAR er á Höfðavegi 11 (gengið inn að vestanverðu) og verður opið um helgina en þar tekur Ásgeir Hjaltalín á móti gestum bæði laugardag og sunnudag milli kl. 14 -17.

Fleiri myndir frá sýningunni í GRV má sjá hér að neðan.

 

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-