Sigurður Áss hættur hjá Vegagerðinni
1.Mars'19 | 09:21Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar er hættur störfum hjá Vegagerðinni. Þetta staðfestir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar í samtali við Eyjar.net.
G. Pétur segir að gert hafi verið samkomulag um starfslok og hefur Sigurður Áss látið af störfum. Áður hafði verið tilkynnt um að Sigurður Áss hafi verið sendur í leyfi frá störfum.
Sigurður Áss er verkfræðingur að mennt og hefur hann haldið utan um málefni Landeyjahafnar og sat hann í smíðanefnd nýs Herjólfs.
Tags
Vegagerðin
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.