Síðasta helgin í Sæheimum

1.Mars'19 | 21:10
saeheimar_utan

Sæheimar loka endanlega á Heiðarveginum á laugardag. Mynd/TMS

Laugardaginn 2. mars verða Sæheimar opnir kl. 13-16 eins og aðra laugardaga yfir vetrartímann. Verður þetta í síðasta sinn sem safnið verður opið, því að í næstu viku hefst undirbúningur fyrir opnun á nýjum stað. 

Sealife Trust mun síðar í mánuðinum opna sýningu og gestastofu að Ægisgötu 2 og verður það auglýst síðar, segir í tilkynningu á vefsvæði Sæheima.

Safnið hefur verið starfrækt frá árinu 1964 og eru því næstum 55 ár síðan fyrstu gestirnir heimsóttu safnið. Gestir safnsins eru samtals orðnir nokkur hundruð þúsund og fór þeim fjölgandi ár frá ári. Fiskar og önnur sjávardýr telja sömuleiðis þúsundir að ógleymdum þeim fjölda fugla sem hefur verið bjargað þau ár sem safnið hefur verið starfrækt. 

„Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir samfylgdina sem og velunnurum safnsins. Einnig færum við sjómönnum Eyjanna bestu þakkir en þeir hafa verið ötulir að færa okkur lifandi fiska og önnur sjávardýr. ” segir jafnframt í fréttinni á saeheimar.is.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.