Mjaldrarnir kvöddu fyrir frelsisför til Eyja

28.Febrúar'19 | 15:39
mjaldrar_you_tube

Mjaldrarnir tveir, Litli hvítur og Litli grár. Skjáskot/Youtube.

Mjaldrarnir tveir, Litli hvítur og Litli grár, kvöddu gesti Changfeng sædýrasafnsins í Shjanghæ í morgun með sinni síðustu sýningu. Nú bíður þeirra níu þúsund kílómetra ferðalag til Íslands þar sem þeim verður sleppt slausum í Klettsvík í Vestmannaeyjum.

Þetta kemur fram í kínverskum fjölmiðlum. „Ég hef heimsótt sædýrasafnið mörgum sinnum með barnabarni mínu og við höfum alltaf horft á hvalina,“ segir einn gestanna sem rætt var við. Fjölmargir heimsóttu sædýrasafnið í morgun til að sjá síðustu sýningu mjaldrana og kveðja þá. 

Mikill undirbúningur liggur að baki komu mjaldranna til Íslands. Vatn þeirra hefur verið kælt til að undirbúa þá sem allra best undir íslenskan sjávarhita og þeir hafa verið á sérstöku mataræði, bætt á sig hundrað kílóum og vega nú tæpt tonn.

Þeir hafa verið í stífri sundþjálfun og meðal annars æft sig í því að vera lengur í kafi en þeir hafa hingað til þurft í sædýrasafninu.  Þeim verður síðan flogið frá Shjanghæ með sérstakri vél frá Boeing sem verður merkt þeim. Um borð verða sérfræðingar sem fylgjast með líðan þeirra á þessari löngu leið, segir í frétt á vefsíðu Ríkisútvarpsins.

Þeim verður þó ekki sleppt eftirlitslausum í Klettsvík heldur verða þrír þjálfarar þeim til halds og trausts á meðan þeir eru að venjast nýjum aðstæðum. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær mjaldrarnir tveir, sem eru tólf ára, koma til Vestmannaeyja en það veltur á heilsufari þeirra og veðurfari.

Sjá einnig: Um sextíu iðnaðarmenn keppast að því að klára safnið

Klettsvíkin í Vestmannaeyjum verður fyrsta mjaldraverndarsvæði heims en hún hýsti áður einn frægasta hval heims, sjálfan Keikó. Vonast er til að framkvæmdir við risastóra hvalalaug verði lokið í næsta mánuði en þar þurfa hvalirnir að vera í sóttkví í fjórar vikur. „„Svo fara þær út í Klettsvík. En þessi laug þarf alltaf að vera til staðar, ef það verður mjög vont veður eða þeir verða veikir eða eitthvað slíkt,” sagði Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, í samtali við RÚV um miðjan þennan mánuð. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).