Alhliða þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveginn

27.Febrúar'19 | 07:30
IMG_9068

Nýtt húsnæði Hafnareyris var opnað og sýnt á föstudaginn. Ljósmyndir/TMS

Um helgina flutti fyrirtækið Hafnareyri starfsemi sína í nýtt húsnæði að Hlíðarvegi 2. Eyjar.net ræddi við Trausta Hjaltason, framkvæmdastjóra fyrirtækisins um starfsemina og breytinguna við að flytjast í nýtt húsnæði.

Húsið sem nefnist Fiskiver er um 750m2 að grunnfleti en húsið er á tveimur hæðum þannig að samtals eru þetta um 1500m2. Trausti segir að verkstæðið verði í nýja húsinu, auk lagers og geymslurýmis.

Um 45 starfsmenn í vinnu hjá fyrirtækinu

„Það skiptir gríðarlegu máli að geta boðið uppá góða aðstöðu og nægt rými fyrir starfsmenn sem eru að vinna að hinum ýmsu verkefnum. Einnig að geta boðið uppá góða starfsmannaaðstöðu fyrir okkar öfluga starfsfólk.” segir Trausti en að öllu jöfnu eru um 45 starfsmenn í vinnu hjá fyrirtækinu. Það getur þó verið meira þegar mikið er að snúast á vertíðum, t.d. í kringum löndunarþjónustuna.

„Við erum fyrst og fremst alhliða þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveginn. Auk verkstæðis, erum við með löndunar- og ísþjónustu. Kleifarfrost frystigeymslan á Eiðinu tekur síðan um 10.000 bretti í geymslu í einu fullkomnasta rekkakerfi heims. Þar er nægt pláss til að geyma frysta vöru við bestu aðstæður.”

Vaxið mjög hratt á stuttum tíma

Aðspurður um hvort hann telji að fyrirtækið eigi eftir að vaxa enn frekar, segir Trausti að fyrirtækið hefi vaxið mjög hratt á stuttum tíma og miklar framkvæmdir hafa verið í gangi.

„Starfsmenn eru alltaf að öðlast betri þekkingu á hlutunum, enda mikið um það að verið sé að vinna í kringum ný tæki, tækninni fleytir fram og það kallar á það að starfsmenn þurfa sífellt að vera tilbúnir til að læra á nýja hluti og aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Í því felst tækifæri fyrir starfsfólk og fyrirtækið til að gera betur. Ég á því von á því að fyrirtækið nái nú ákveðnum stöðugleika sem er þá hægt að byggja á til frekari framtíðar til að vaxa og dafna.”

Fleiri myndir frá opnuninni má sjá hér.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.