Dagbók lögreglunnar:

Líkamsárás kærð til lögreglu í liðinni viku

26.Febrúar'19 | 18:59
logreglub

Ljósmynd/TMS

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í liðinni viku en aðfaranótt sl. föstudags var lögreglu tilkynnt um að þrír menn væri að slást á Hvítingavegi. Þegar lögregla kom á staðinn voru átökin yfirstaðin. 

Þarna höfðu orðaskipti á milli þessara þriggja endað með átökum voru tveir af þeim með áverka á eftir án þess þó að um alvarlega áverka væri að ræða. Einn af þessu mönnum leitaði til læknis. Málið er í rannsókn, segir í vikuyfirliti frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Þá segir að einn ökumaður hafi verið stöðvaður í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá liggja kærur fyrir vegna aksturs án ökuréttinda og vanbúnaðar á öryggisbúnaði bifreiðar.

Lögreglan vill minna ökumenn og eigendur bifreiða að huga að ljósabúnaði bifreiða sinna en nokkuð er um að bifreiðar séu eineygðar eða ljós vanstilt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%