Dagbók lögreglunnar:

Líkamsárás kærð til lögreglu í liðinni viku

26.Febrúar'19 | 18:59
logreglub

Ljósmynd/TMS

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í liðinni viku en aðfaranótt sl. föstudags var lögreglu tilkynnt um að þrír menn væri að slást á Hvítingavegi. Þegar lögregla kom á staðinn voru átökin yfirstaðin. 

Þarna höfðu orðaskipti á milli þessara þriggja endað með átökum voru tveir af þeim með áverka á eftir án þess þó að um alvarlega áverka væri að ræða. Einn af þessu mönnum leitaði til læknis. Málið er í rannsókn, segir í vikuyfirliti frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Þá segir að einn ökumaður hafi verið stöðvaður í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá liggja kærur fyrir vegna aksturs án ökuréttinda og vanbúnaðar á öryggisbúnaði bifreiðar.

Lögreglan vill minna ökumenn og eigendur bifreiða að huga að ljósabúnaði bifreiða sinna en nokkuð er um að bifreiðar séu eineygðar eða ljós vanstilt.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%