Andrés Þ. Sigurðsson, fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í smíðanefnd Herjólfs:

„Stjórnhæfnin og rásfestan frábær”

25.Febrúar'19 | 12:00
gisli_valur_nyr_her

Gísli Valur Gíslason, einn þriggja skipstjóra nýs Herjólfs stendur hér við stýrið. Ljósmyndir/Andrés Þ. Sigurðsson

Andrés Þ. Sigurðsson er nýkominn heim frá Póllandi þar sem hann fylgdist með lokafrágangi nýs Herjólfs auk þess sem hann fór í prufusiglingu með ferjunni. Andrés situr sem kunnugt er í smíðanefndinni. Eyjar.net ræddi við hann um skipið.

Aðspurður segir Andrés að prufutúrinn hafi gengið vel. „Hann gekk mest út á að reyna einstaka hluta skipsins og stilla þá saman við aðra, hluti eins og t.d. veltiugga, batterí, sjálfstýringu og fleira en í skipinu þurfa gríðarlega margar tölvur að vinna saman og tengjast móðurstöð. Ég hef sagt í gamni að gamli Herjólfur sé éins og skífusími og nýji eins og snjallsími, slíkur er munurinn á raf og hugbúnaði skipana.”

Skrúfubúnaður og annar vélbúnaður kom mjög vel út

„Heilt yfir má segja að skipið hafi komið vel út þó að einhverjir hnökrar hafi verið á sumum hlutum. Nú verður farið yfir allar athugasemdir sem voru gerðar og farið í að laga það sem kom í ljós. Það er ekki hægt að segja að eitthvað óvænt hafi komið upp því þetta eru ekki mikilvæg atriði en þó þarf að laga ýmislegt. Það sem skiptir mestu máli eins og skrúfubúnaður og annar vélbúnaður kom mjög vel út.

Nú er skipið úti í seinni hluta prófananna og ætti þeim að vera lokið annað kvöld, þá verður farið að í að laga það sem betur má fara og ef allt gengur vel má búast við að það geti tekið tvær vikur. Geri ég ráð fyrir að lagt verði af stað heim um leið og búið er að afhenda skipið. Miðað við að þetta gangi eftir ætti skipið að koma hingað seinnipart næsta mánaðar.” segir Andrés.

Veltur lítið, mjög stöðugt og er hljóðlátt

Hann segir að eftir að hafa siglt með skipinu í þrjá sólarhringa vilji hann segja að það fari vel með fólk, velti lítið, mjög stöðugt og er hljóðlátt. „Farþegarýmið er bjart, gott útsýni og innréttingar flottar. Stjórnhæfnin og rásfestan frábær. Versta veðrið í prufusiglingunni var um 15m vindur og 2,5m alda, miðað við hvernig skipið var í þeim aðstæðum bendir allt til þess að skipið sé gott í vondu sjólagi, en það kemur að sjálfsögðu betur í ljós síðar og vonandi á heimleiðinni. Eftir að hafa kynnst nýja skipinu er ég alveg viss um að þetta skip muni reynast okkur vel, rétt eins og sá gamli sem nú er að enda ferilinn.” segir Andrés enn fremur. Fleiri myndir sem Andrés tók má sjá hér að neðan.

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).