Bæjarráð:

Meirihlutinn telur eðlilegast að kosningaaldur og kjörgengi fylgi sjálfræðisaldri

- minnihlutinn vill færa kosningaaldur úr 18 árum niður í 16 ár

23.Febrúar'19 | 05:37
kjorkassi_litil

Frá kjörstað í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna þess efnis að kosningaaldur verði lækkaður niður í 16 ár. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð telur mikilvægt að samræma réttindi ákveðnum aldri og eðlilegast sé að kosningaaldur og kjörgengi fylgi sjálfræðisaldri. Samband íslenskra sveitarfélaga leggur áherslu á að sveitarstjórnarmenn taki afstöðu til málsins og beinir bæjarráð því til bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum að koma afstöðu sinni áleiðis við Sambandið, segir í bókun sem samþykkt var með tveimur atkvæðum frá fulltrúum H- og E-lista, gegn einu atkvæði D-listans.

Tillaga minnihlutans einnig samþykkt

Trausti Hjaltason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði lagði fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarráð Vestmannaeyja veitir jákvæða umsögn við frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna mál nr. 356. Þar sem lagt er til að færa kosningaaldur úr 18 árum niður í 16 ára aldur. 

Oftar en ekki er það yngra fólkið sem leiðir eldri kynslóðir áfram til framtíðarinnar með hugmyndum sínum um jafnrétti og lýðræði. Með því að veita ungu fólki á aldrinum 16-18 ára kosningarrétt yrði stigið stórt skref í þá átt að efla rödd ungs fólks í samfélaginu, samfélaginu sjálfu til heilla, auk þess sem yngra fólk fengi þar tækifæri til að móta líf sitt og framtíð á sama hátt og aðrir borgarar sem greiða skatta. Jafnframt hvetur bæjarráð Vestmannaeyja löggjafann til að færa kosningaaldur einnig niður í 16 ára aldur þegar kosið er til alþingis. 

Tillaga Trausta var samþykkt með hans atkvæði. Fulltrúar H- og E-lista sátu hjá. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).