Yfirfara safnmuni Sæheima vegna flutnings

22.Febrúar'19 | 05:39
uppstopp_saeh

Mikið er til af munum í safni Sæheima. Mynd/saeheimar.is

Á fundi bæjarráðs nú í vikunni voru málefni Sæheima til umfjöllunar. Bæjarstjóri fór yfir fund sem hann átti með forstöðumanni Sæheima og forstöðumanni Þekkingarseturs Vestmannaeyja þann 14. febrúar sl. 

Í tengslum við breytingar sem eru að verða á rekstri Sæheima, þarf að fara yfir safnmuni safnsins og ákveða hvernig þeir verða varðveittir þegar rekstri Sæheima verður breytt og Sea Life Trust opnar safn í Eyjum með hluta af safngripunum. Aðra safnmuni, sem ekki fara til sýninga á nýja safnið, þarf að ástandsskoða og meta hvort eigi að vera til sýnis í einhverjum húsakynnum Vestmannaeyjabæjar, t.d. skólum, söfnum bæjarins eða ráðhúsi. 

Bæjarstjóri mun fylgja málinu eftir gagnvart þeim ráðuneytum og stofnunum sem málið varðar, segir í bókun ráðsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is