Blátindur virðist ekki hafa skemmst

- flotbryggjur slitnuðu einnig upp á flóðinu í gær

22.Febrúar'19 | 14:27
IMG_9019

Blátindur hallar töluvert en virðist óskemmdur. Fjær má sjá flotbryggju sem slitnaði upp. Ljósmyndir/TMS

Líkt og greint var frá hér á Eyjar.net í gær fór Blátindur VE af stað úr stæði sínu út á Skansi. Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að svo virðist að hann hafi ekki skemmst.

„Við vorum að taka stöðuna á honum og hann virðist ekki hafa skemmst. Púturnar stjórnborðsmegin brotnuðu og fór hann úr sætinu að framan en festingar að aftan héldu.  Við munum reyna að tryggja hann eins og við getum og förum svo við betra tækifæri í að koma honum aftur á sinn stað.  Við þurfum smá undirbúning í það. Hafnarstarfsmenn eru núna uppteknir við að laga flotbryggjur sem slitnuðu upp í flóðinu í gær.” segir Ólafur Snorrason.

Þessu tengt: Blátindur fór af stað á flóðinu

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%