Sala á miðum fyr­ir Þjóðhátíð byrj­ar vel

21.Febrúar'19 | 06:41
herjolfur_jokull

Miðasal­an er búin að ganga mjög vel hjá Sæferðum, sem annast rekstur Herjólfs. Ljósmynd/TMS

Sala á miðum í Herjólf, fyr­ir Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um 2019, fór vel af stað, að sögn ÍBV og Sæ­ferða. Miðasala hófst kl. 9 í gær­morg­un og rúm­um klukku­tíma síðar var orðið upp­selt í all­ar ferðir hjá Sæ­ferðum mánu­dag­inn 2. ág­úst.

„Miðasal­an er búin að ganga mjög vel hjá okk­ur. Það er eig­in­lega orðið upp­selt á föstu­deg­in­um og upp­selt á mánu­deg­in­um af þeim miðum sem við vor­um með í sölu,“ sagði Rann­veig Ísfjörð, af­greiðslu­stjóri Herjólfs.

Mikið álag var á bók­un­ar­vél fyr­ir­tæk­is­ins sem tók við um 800 bók­un­um fyrsta klukku­tím­ann eft­ir opn­un. „Það var óvenju­lítið álag á sím­an­um því netið tók þetta eig­in­lega allt hjá okk­ur. Um 90% söl­unn­ar fóru fram á net­inu,“ seg­ir Rann­veig í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Uppfært kl. 7.07. Rétt er að taka fram að laust er í ferðir Herjólfs á föstudeginum og mánudeginum inn á vef Þjóðhátíðar - dalurinn.is.

Mbl.is greindi frá.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%