Bæjarráð:

Vonbrigði að Landsbankinn geti ekki gefið skýr svör

20.Febrúar'19 | 05:33
landsbankinn_2016

Útibú Landsbankans í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir vonbrigðum með að Landsbankinn geti ekki gefið skýr svör um hvort aðrir fyrrum stofnfjáreigendur fái viðbótargreiðslu, fari dómsmál á þann veg, að bankanum beri að greiða þeim stofnfjáreigendum sem höfðuðu mál á hendur bankans viðbótargreiðslu. 

Eins og fram hefur komið sendi bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar bankastjóra Landsbankans hf. bréf, þar sem óskað var eftir afstöðu Landsbankans til þess hvort bankinn muni greiða öðrum fyrrum stofnfjáreigendum, sem ekki eru aðilar að dómsmáli Vestmannaeyjabæjar, Vinnslustöðvarinnar og Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja gegn Landsbankanum, í samræmi við niðurstöður dómstóla fari svo að niðurstaðan verði sú að bankanum beri að greiða hærra verð fyrir stofnfjárhlutina 

Í svarbréfi sem Landsbankinn sendi Vestmannaeyjabæ þann 5. febrúar sl., kemur m.a. fram að fari svo að endanleg niðurstaða dómstóla verði á þá leið að bankanum beri að greiða þeim þremur stofnfjáreigendum sem ákváðu að höfða mál gegn bankanum, mun bankinn meta fordæmisgildi slíks dóms gagnvart öðrum fyrrum stofnfjáreigendum, en vegna óvissu um endanlega niðurstöðu geti bankinn ekki gefið út frekari yfirlýsingu eða viðbrögð við slíkum dómi. 

Þetta gæti haft þá þýðingu að þegar dómur liggur fyrir gætu hugsanlegar kröfur annarra fyrrum stofnfjáreigenda verið fyrndar og því þurfa þeir stofnfjáreigendur að meta hvort þeir hefji nú þegar mál gegn Landsbankanum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þessum upplýsingum á framfæri við þá stofnfjáreigendur sem ekki eru partur af dómsmáli Vestmannaeyjabæjar, Vinnslustöðvarinnar og Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja gegn Landsbankanum, segir í bókun bæjarráðs.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).