Bæjarráð Vestmannaeyja:

Fagna "skosku leiðinni" í samgönguáætlun

20.Febrúar'19 | 07:15
IMG_5509

Vél flugfélagsins Ernis á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð fjallaði um á fundi sínum í gær, þær breytingar sem umhverfis- og samgöngunefnd hefur lagt til að taka inn í samgönguáætlun Alþingis. Ráðið fagnar því að hin svokallaða "skoska leið" sé komin inn í samgönguáætlun. 

Það er stórt skref í að gera innanlandsflug að almenningssamgögnum. Jafnframt lýsir bæjarráð ánægju með að inn í texta samgönguáætlunar sé gert ráð fyrir óháðri úttekt á Landeyjarhöfn. 

Vilja að fastar verði að orði kveðið um að flýta viðhaldsframkvæmdum við flugvöllinn í Vestmannaeyjum

Bæjarráð beinir þeim óskum til fulltrúa umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að fastar verði að orði kveðið um að flýta viðhaldsframkvæmdum við flugvöllinn í Vestmannaeyjum. Jafnframt ítrekar bæjarráð mikilvægi Landeyjarhafnar fyrir fólk og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og að vel sé staðið að framkvæmdum, viðhaldi og rekstri hafnarinnar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.