Bæjarráð Vestmannaeyja:

Fagna "skosku leiðinni" í samgönguáætlun

20.Febrúar'19 | 07:15
IMG_5509

Vél flugfélagsins Ernis á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð fjallaði um á fundi sínum í gær, þær breytingar sem umhverfis- og samgöngunefnd hefur lagt til að taka inn í samgönguáætlun Alþingis. Ráðið fagnar því að hin svokallaða "skoska leið" sé komin inn í samgönguáætlun. 

Það er stórt skref í að gera innanlandsflug að almenningssamgögnum. Jafnframt lýsir bæjarráð ánægju með að inn í texta samgönguáætlunar sé gert ráð fyrir óháðri úttekt á Landeyjarhöfn. 

Vilja að fastar verði að orði kveðið um að flýta viðhaldsframkvæmdum við flugvöllinn í Vestmannaeyjum

Bæjarráð beinir þeim óskum til fulltrúa umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að fastar verði að orði kveðið um að flýta viðhaldsframkvæmdum við flugvöllinn í Vestmannaeyjum. Jafnframt ítrekar bæjarráð mikilvægi Landeyjarhafnar fyrir fólk og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og að vel sé staðið að framkvæmdum, viðhaldi og rekstri hafnarinnar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.