Forsala á Þjóðhátíð hefst á morgun

19.Febrúar'19 | 11:53
IMG_1316

Páll Óskar hefur skemmt á ófáum Þjóðhátíðum. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Forsala Þjóðhátíðar 2019 hefst á morgun, miðvikudag. Á morgun verður einnig tilkynnt um fyrstu listamennina sem stíga munu á stokk á Þjóðhátíð. Miðasala á Þjóðhátíð er eftir sem áður á heimasíðu hátíðarinnar - dalurinn.is.

Sala miða í Herjólf á Þjóðhátíð hefst einnig í fyrramálið, nánar tiltekið kl. 09:00.

Hagnýtar upplýsingar af dalurinn.is:

- Forsalan hefst 20. febrúar kl. 9:00.
- Eins og undanfarin ár verður hægt að kaupa miða í dalinn og miða í Herjólf á vefsíðunni Dalurinn.is.
- Eingöngu er hægt að panta fyrir gangandi farþega á dalurinn.is, bílamiða þarf að kaupa af Herjólfi.
- Þjóðhátíð hefst föstudaginn 2. ágúst.

Hér að neðan má sjá Þjóðhátíðar-áætlun Herjólfs.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is