Stofnuðu karlaklúbb á Hraunbúðum

18.Febrúar'19 | 12:15
eyjan_harunbudir_19

Myndin er tekin á stofnfundinum. Mynd/hraunbudir.is

Síðastliðinn fimmtudag var formlega stofnaður karlaklúbburinn Eyjan á Hraunbúðum og ekki nóg með það heldur var vígð smíðastofa hússins í leiðinni.

Í frétt á vefsíðu Hraunbúða segir að ætlunin sé að grípa áhugann sem ríkir núna á því að búa til og hanna hina ýmsu hluti. Keypt var tifsög úr gjafasjóði heimilisins og önnur verkfæri sem til þarf. 

„Það var glatt á hjalla á vígslunni og að sjálfsögðu var skálað í bjór og öðrum veigum eins og herramanna er siður. Opið verður frá kl. 13-15 og vonumst við til að mætingin verði góð því það þarf ekki bara að smíða heldur getur vel verið að klúbburinn slái við hinum spjallklúbbunum í bænum.” segir ennfremur í fréttinni.

Fleiri myndir frá stofnfundinum má sjá hér.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.