Fyrsti hluti Sæheima opnar eftir tæpan mánuð

Um sextíu iðnaðarmenn keppast að því að klára safnið

- unnið er alla daga vikunnar fram á kvöld við framkvæmdir við nýtt sædýra- og fuglasafn og gríðarstóra hvalalaug

17.Febrúar'19 | 09:51
IMG_8713

Hvalalaugin er engin smásmíði. Hún þarf þrefalt meira magn en í sundlaugina í Eyjum. Ljósmyndir/TMS

Þann 14. mars næstkomandi á að opna Sæheima í Fiskiðjunni. Í byrjun apríl er svo áætlað að mjaldrarnir komi til Eyja og þá eiga þeirra nýju heimkynni að vera tilbúin. Ritstjóri Eyjar.net fór í fylgd Braga Magnússonar verkfræðings hjá Mannviti í gegnum húsið.

Bragi hefur yfirmsjón með byggingu safnsins sem er að hluta til í gömlu Fiskiðjunni. Hann segir að nú starfi allt að 60 iðnaðarmenn í húsinu og er unnið alla daga vikunnar. Þar af eru 14 Bretar sem vinna við að koma upp búrunum og tæknibúnaði við safnið.

Þrisvar sinnum meira vatn en er í Sundlaug Vestmannaeyja

,,14. mars opna þeir safnið og svo eru hvalirnir væntanlegir til landsins í byrjun apríl.” segir Bragi. Búrið undir mjaldrana er engin smásmíði. Það tekur 1600M3 af sjó og til að setja það í samhengi er það þrisvar sinnum meira vatn en er í Sundlaug Vestmannaeyja.

Hann segir að alls verði búrin 13 og svo stóra hvalalaugin. Af þessum 13 búrum eru 4 áætluð undir lunda. Til marks um hve flókin þessi framkvæmd er þá eru alls 6 loftræstikerfi í húsinu, svo hægt sé að stilla af hvert rými fyrir sig.

Sea Life Trust greiðir fyrir allar þessar framkvæmdir

Bragi segir að framkvæmdunum eigi að ljúka í sumar. ,,Þetta hefur gengið mjög vel, og er í raun allt á áætlun. Svo er rétt að ítreka það að Sea Life Trust greiðir fyrir allar þessar framkvæmdir.”

Aðspurður segir Bragi að ef verkefni gangi vel þá sé vel hugsanlegt að mjöldrunum eigi eftir að fjölga. ,,Það eru 300 mjaldrar í sýningarbúrum víða um heim. Þeir geta haft allt uppí 10 mjaldra í einu útí Klettsvík. Það er engin spurning að þrýstingurinn eykst á aðra um að koma þeirra hvölum í betra umhverfi“.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).