Endurbætt eldhús tekið í notkun á Hraunbúðum

17.Febrúar'19 | 17:31
eldhus_tommi_hraunb

Tómas Sveinsson, bryti á Hraunbúðum. Ljósmynd/hraunbudir.is

Nú um helgina var eldhúsið á Hraunbúðum tekið í notkun aftur eftir miklar endubætur. Framkvæmdirnar hófust í nóvember og þá var fyrri hlutinn tekinn í gegn þar sem skipt var um lagnir og niðuföll löguð ásamt því að allt var stífmálað og gólfið flotað og flísalagt.

Ekki þótti ráðlegt að halda áfram með verkið að því loknu, svo það færi ekki inn í aðventuna. Þá er mikið að gerast á heimilinu og því þótti það ekki ráðlegt. Eftir áramótin nánar tiltekið þann 7.janúar var haldið áfram og allt hreinsað út úr eldhúsinu, segir í frétt á vefsvæði Hraunbúða.

Slegið upp þorrablóti í tilefni dagsins

Þá segir að eins og oft vilji verða við svona framkvæmdir, þegar búið var að rífa allt gólfefni af þá kom í ljós að vatnslagnir voru orðnar lélagar og því þurfti að brjóta upp hluta af gólfi, skipta um lagnir og laga niðurföll. En nú er þessum framkvæmdum loksins lokið og var gólfið flotað og flísalagt, nýjar vatns og rafmagnslagnir, sett stál á veggi, tæki endurnýjuð að hluta, ný lýsing var sett upp og svo mætti lengi telja og er eldhúsið hið glæsilegasta í dag, og var m.a slegið upp þorrablóti í tilefni dagsins!

Margir lögðu hönd á plóg

Að þessum framkvæmdum komu m.a Miðstöðin, Geisli, Vélaverkstæðið Þór, Hannes Harði, Ársæll Sveinsson & co,  Davíð málari og hans menn, Gunnar okkar maður Húsvörður með meiru, okkar menn í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyjabæjar, Framkvæmdasvið bæjarins o.fl. og viljum við þakka öllum þessum aðilum fyrir frábæra þjónustu og vinnubrögð.

Á meðan að framkvæmdum stóð, frá því í janúar þurftum við að kaupa heita matinn í hádeginu frá Einsa Kalda og viljum við koma á framfæri miklu þakklæti til Einars og hans starfsfólks fyrir frábæra þjónustu við okkur á meðan staðið var í þessu, segir ennfremur í fréttinni.

Fleiri myndir af endurbótunum má sjá hér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.