Blómlegt mannlíf í Vinaminni

17.Febrúar'19 | 06:30
eldri_borgara_felag_ve_leb.is

Félagsvistin var spiluð af krafti. Ljósmynd/leb.is

Vistlegt og glæsilegt er aðsetur Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum í Vinaminni í menningarhúsinu Kviku við Heiðarveg. Gestur að sunnan staldrar strax við málverk og ljósmyndir á veggjum og aðbúnað allan. 

Hann rekur svo í rogastans þegar opnast vængjahurð og inn af samkomusalnum blasir við stærðarinnar púttvöllur og inn af púttsalnum er komið í rúmgóða billjardstofu! Frá þessu er greint á frétta- og upplýsingasíðu Landssambands eldri borgara.

„Hér pútta menn daglega árið um kring og æfa sig í íþróttinni. Þetta er afar vinsælt og félagið hefur nokkur púttmót á vetrardagskránni. Vestmannaeyjabær innréttaði efstu hæðina í Kviku og afhenti félaginu hana til frjálsra afnota í lok árs 2016. Þar með urðu þáttaskil í starfseminni og hér er eitthvað um að vera alla virka daga“ segir Þór Vilhjálmsson formaður stjórnar Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum kjörinn á aðalfundi í janúar 2018 og fimmti stjórnarformaðurinn frá stofnun félagsins 7. janúar 1988.

Fljótlega eftir að eldri borgarar í Eyjum stofnuðu félagið skaut Sigurður heitinn Einarsson eigandi og framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja yfir það skjólshúsi í gömlum pökkunarsal Ísfélagsins. Afdrepið dugði vel og fékk heitið Vinaminni en svo fjölgaði blessunarlega félaginu og það óx upp úr húsnæðinu. Þegar félagið færði sig í Kviku flutti það með sér sálina á gamla staðnum og heitið Vinaminni.

Skráðir félagsmenn eru um 320 en misjafnlega mikið virkir eins og gengur. Í Vinaminni er alltaf eitthvað um að vera: mánudagsviðburðir boccia línudans handverk söngæfingar og fagnaðarfundir af ýmsu tagi. Gleymum ekki þorrablótum pútti og félagsvist.

Alla umfjöllunina og fleiri myndir má sjá hér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.