Blómlegt mannlíf í Vinaminni

17.Febrúar'19 | 06:30
eldri_borgara_felag_ve_leb.is

Félagsvistin var spiluð af krafti. Ljósmynd/leb.is

Vistlegt og glæsilegt er aðsetur Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum í Vinaminni í menningarhúsinu Kviku við Heiðarveg. Gestur að sunnan staldrar strax við málverk og ljósmyndir á veggjum og aðbúnað allan. 

Hann rekur svo í rogastans þegar opnast vængjahurð og inn af samkomusalnum blasir við stærðarinnar púttvöllur og inn af púttsalnum er komið í rúmgóða billjardstofu! Frá þessu er greint á frétta- og upplýsingasíðu Landssambands eldri borgara.

„Hér pútta menn daglega árið um kring og æfa sig í íþróttinni. Þetta er afar vinsælt og félagið hefur nokkur púttmót á vetrardagskránni. Vestmannaeyjabær innréttaði efstu hæðina í Kviku og afhenti félaginu hana til frjálsra afnota í lok árs 2016. Þar með urðu þáttaskil í starfseminni og hér er eitthvað um að vera alla virka daga“ segir Þór Vilhjálmsson formaður stjórnar Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum kjörinn á aðalfundi í janúar 2018 og fimmti stjórnarformaðurinn frá stofnun félagsins 7. janúar 1988.

Fljótlega eftir að eldri borgarar í Eyjum stofnuðu félagið skaut Sigurður heitinn Einarsson eigandi og framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja yfir það skjólshúsi í gömlum pökkunarsal Ísfélagsins. Afdrepið dugði vel og fékk heitið Vinaminni en svo fjölgaði blessunarlega félaginu og það óx upp úr húsnæðinu. Þegar félagið færði sig í Kviku flutti það með sér sálina á gamla staðnum og heitið Vinaminni.

Skráðir félagsmenn eru um 320 en misjafnlega mikið virkir eins og gengur. Í Vinaminni er alltaf eitthvað um að vera: mánudagsviðburðir boccia línudans handverk söngæfingar og fagnaðarfundir af ýmsu tagi. Gleymum ekki þorrablótum pútti og félagsvist.

Alla umfjöllunina og fleiri myndir má sjá hér.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).