Fyrrum samstarfsfélögum boðið til þorrablóts

16.Febrúar'19 | 14:53

Vinnslustöðin tók upp þann skemmtilega sið í fyrra að bjóða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og mökum þeirra á þorrablót. Þótti uppátækið hafa tekist það vel til að ákveðið var að endurtaka leikinn ár.

Sindri Viðarsson og Sverrir Haraldsson sviðstjórar Vinnslustöðvarinnar fóru yfir rekstur fyrirtækisins síðastliðið ár. Þá rúllaði myndasýning sem þeir Kári Bjarnason og Sigurgeir Jónasson settu saman frá starfsemi VSV. 

Þór Vilhjálmsson hafði veg og vanda að undirbúningi. Hann var glaður með hvernig til tókst og sagði hann að gestir hafi reglulega gaman að því að hitta gömlu vinnufélagana og gera sér glaðan dag saman. 

Ljósmyndari Eyjar.net leit við í Akóges í gærkvöldi og smellti nokkrum myndum sem sjá má hér að neðan.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.