Áhugaverð sýning Hildigunnar

- sýningin verður opin alla daga út febrúar milli klukkan 14 og 17

16.Febrúar'19 | 17:54
IMG_8823

Hildigunnur í bleika herberginu á Höfðavegi 11. Ljósmyndir/TMS

Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarkona opnaði í dag tvær tengdar sýningar. Sýningarnar nefnir hún Universal Sugar - 39.900.000 ISK, 11.900.000 ISK. 

Fyrri sýningin var opnuð á Höfðavegi 11 í Vestmannaeyjum kl. 14 og hin í Löngulínu 2 (íbúð númer 203) í Garðabæ og var sú opnuð þremur tímum síðar eða kl. 17. Sýningar Hildigunnar eru í nýrri sýningaröð Listasafns ASÍ og er hún annar listamaðurinn sem valinn er til þátttöku en fyrst voru settar upp sýningar Sigurðar Guðjónssonar í Hafnarfirði og á Blönduósi.

Viðfangsefni sýninga Hildigunnar, sem við fyrstu sýn virðast mjög áþekkar, endurspegla á margan hátt samfélagið á hvorum stað fyrir sig og sama má segja um húsnæðið sem þær eru settar upp í en um er að ræða ólík rými frá mismunandi tímum, hvort með sína sögu. Listasafn ASÍ vinnur nú að því að koma sér upp nýrri sýningaraðstöðu og á meðan eru sýningar safnsins á eldri og nýrri verkum haldnar í samstarfi við stofnanir og samtök víðsvegar um landið. Og Hildigunnur útskýrði að milljónirnar sem nefndar eru í heiti sýningarinnar séu í raun verðið á íbúðunum sem sýningarnar eru settar upp í og eru báðar til sölu.

„Það er ætlast til þess að listamaðurinn í þessari sýningaröð setji upp tvær sýningar, eina á höfuðborgarsvæðinu og aðra úti á landi. Mér datt í hug að setja þær bara upp samtímis, segir hún. Ég vildi að sýningarnar væru einhvern veginn jafn réttháar en þá verða þær líka að vera frumsýndar á sama tíma.”

Hildigunnur var við opnunina í Vestmannaeyjum í dag en flaug svo strax í bæinn til taka á móti gestum í Garðabæ þremur tímum síðar. Sýningin á Höfðaveginum verður opin alla daga út febrúar milli klukkan 14 og 17. Gengið er inn að vestanverðu.

Fleiri myndir frá opnun sýningarinnar má sjá hér að neðan.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.