Bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Mætum og kynnumst viðhorfum unga fólksins

Fundurinn er í Kviku og hefst hann kl. 12:00 á föstudag. - Pizzur í boði fyrir alla

14.Febrúar'19 | 15:26
IMG_8477

Unga fólkið hlustar hér á Írisi bæjarstjóra. Á morgun snýst þetta við. Þá ætla bæjarfulltrúar að hlýða á unga fólkið. Mynd/TMS

Á morgun föstudag, kl. 12.00 er bæjarstjórnarfund unga fólksins. Fundurinn, sem er öllum opinn og verður haldinn í bíósal Kviku er í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja. Eru það nemendur elstu bekkja skólans sem hafa veg og vanda af fundinum.

Eva Sigurðardóttir og Guðbjörg Sól Sindradóttir eru meðal bæjarfulltrúa á fundinum og eru þær mjög spenntar. „Við erum báðar í níunda bekk og höfum verið undirbúa okkur undanfarið,“ segja þær stöllur. „Við erum mjög spenntar, líka pínu stressaðar en það er líka gaman að við vorum valdar,“ bæta þær við.

 Þau verða fimm eða sex á sviðinu og hafa þau fengið leiðsögn um fundarsköp og hvernig bæjarstjórnarfundir fara fram. „Við höfum verið hittast reglulega í skólanum síðustu tvær vikur, svona 40 mínútur í hvert skipti og hefur þetta verið fróðlegt fyrir okkur,“ sagði Eva.

Fimm mál verða lögð fram á fundinum og eru þau eins mismundandi og þau er mörg. „Við viljum t.d. taka við flóttamönnum til Eyja. Meiri afþreyingu, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir alla eins og t.d. keilu,“ sagði Guðbjörg Sól.

„Við viljum líka sjá hér fleiri íþróttagreinar í Vestmannaeyjum og betri stóla og borð í skólanum. Helst hækkanleg borð og vonandi verður hlustað á okkur,“ sagði Eva.

„Þetta er gert til að sjá hvað við krakkarnir viljum og það er svo undir bæjarstjórn að vinna úr því. Þetta er góð viðbót við Smiðjudagana sem eru í skólanum þessa vikuna. Þar er árshátíðin hápunkturinn og hlökkum við mikið til,“ sögðu Eva og Guðbjörg Sól að endingu.

Eftir fundinn verður boðið upp á pizzur. Hann stendur frá 12.00 til 13.30. Fundurinn er öllum opinn og ástæða til að hvetja alla, unga sem eldri, til að mæta.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).