Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu í Eyjum

14.Febrúar'19 | 08:10
Rauðhetta 2

Ljósmyndir/aðsendar

Rauðhetta með leikhópnum Lottu verður sýnd í menningarhúsinu Kviku í Vestmannaeyjum næskomandi þriðjudag, 19. febrúar. Rauðhetta er stórskemmtilegur fjölskyldusöngleikur með Rauðhettu og úlfinum, Hans og Grétu og grísunum þremur. 

Frumleg ævintýrablanda í boði Leikhópsins Lottu sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Hópurinn, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, er nú annan veturinn í röð að ferðast með innandyra sýningu um landið.

Hópurinn sýnir tvær sýningar í Kviku þriðjudaginn 19. febrúar, klukkan 17. og 19. Miðasala er á Tix.is. Hægt er að tryggja sér miða fyrirfram á hér.

Rauðhettu setti hópurinn fyrst upp árið 2009 en nú tíu árum síðar verður rykið dustað af þessu skemmtilega verki og fært nýjum og gömlum áhorfendum í glænýjum búningi. Ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn þekkja allir en í meðförum Lottu hefur tveimur þekktum ævintýrum til viðbótar verið bætt í leikinn. Það eru sögurnar um grísina þrjá og systkinin Hans og Grétu. Þá eru í verkinu meira en 10 stórskemmtileg lög sem binda söguna saman. Úr verður gómsætur ævintýrakokteill sem enginn má láta framhjá sér fara.

Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir / Handritshöfundur: Snæbjörn Ragnarsson / Höfundar laga og texta: Anna Bergljót Thorarensen, Baldur Ragnarsson, Gunnar Ben og Snæbjörn Ragnarsson
Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thorarensen, Árni Beinteinn Árnason, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson 
Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson / Hljóðmynd: Baldur Ragnarsson / Búningar: Rósa Ásgeirsdóttir / Leikmynd: Andrea Ösp Karlsdóttir, Ágústa Skúladóttir og Sigsteinn Sigurbergsson

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%