Eftir Halldór Bjarnason

Breyttar áherslur bæjarstjórnar gefa tilefni til bjartsýni

13.Febrúar'19 | 12:44
fani_gali_landey

Í sumar verða liðin 9 ár frá því að fyrst var siglt í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Eins og mörgum er kunnugt um, varð til áhugahópur um bættar samgöngur á milli lands og eyja. Hópurinn fékk nafnið ,,Horft til framtíðar“. 

Hópurinn hélt einn stærsta borgarafund um samgöngumál sem haldinn hefur verið í Vestmannaeyjum. Frá því að fundurinn var haldinn eru liðinn tæp sex ár. Horft til framtíðar hefur barist fyrir bættum samgöngum milli lands og eyja allar götur síðan. Á áðurnefndum fundi var samþykkt ályktun í fjórum liðum.

  1. Endurskoðun á hönnun og frágangi Landeyjahafnar til öruggra siglinga verða sett í forgang og lokið sem allra fyrst.
  2. Hönnun Landeyjahafnar verði það vel úr garði gerð að frátafir verði ekki meiri en siglingar í Þorlákshöfn.
  3. Þarfir Eyjamanna og flutningsgeta sitji í fyrirrúmi við hönnun farþegaferju en ekki stærð Landeyjahafnar.
  4. Að farþegaferjur á Íslandi verði skilgreindar sem þjóðvegur hluti af þjóðvegarkerfi landsins.

Eins og sjá má á ofangreindri ályktun hefur ekkert verið farið að óskum bæjarbúa og því miður hafði fráfarandi bæjarstjórn ekki hlustað á bæjarbúa, heldur jafnvel unnið gegn okkur.

Staðfesting á því var að hópurinn átti tvo fundi með þáverandi innanríkisráðherrum þar sem lögð var fram ályktun fundarins. Einnig fórum við fram á að leigð yrði ferja til að kanna þörfina á flutningi milli lands og eyja.

Báðir ráðherrarnir voru mjög hreinskilnir við okkur og sögðu (takið nú vel eftir orðalaginu) ,,að þeir færu ekki gegn vilja kjörinna fulltrúa byggðarlagsins” sem segir okkur að bæjarstjórnin þáverandi var ekki að vinna samkvæmt ályktun borgarafundarins.

Staðan er því sú að við erum að fá ferju sem er hönnuð fyrir höfnina en ekki þarfir okkar á flutningsgetu. Þar að leiðandi veit engin raunverulega þörf. Eftir stendur höfn sem ekkert hefur verið gert fyrir til að auka öryggi á siglingum í Landeyjahöfn og bæta aðkomuna fyrir ferjur. Því er höfnin meira og minna lokuð yfir vetrarmánuðina. Þess vegna var sérlega ánægulegt að heyra nú breyttar áherslur hjá núverandi bæjarstórn varðandi Landeyjahöfn.

Við í hópnum Horft til framtíðar fögnum orðum bæjarstjórans í Vestmannaeyjum í sjónvarsviðtali á dögunum þar sem hún sagði að Landeyjahöfn væri ekki fullkláruð og hún ætlaðist til að höfnin yrði kláruð og gerð að heilsárshöfn eins og okkur var lofað fyrir 10 árum.

Minnt skal á að ekki er óeðlilegt að ný bæjarstjórn komi með nýjar áherslur í samgöngumálum okkar. Eitt af því sem felldi fyrri meirihluta var áhersla hans í samgöngumálum og samþykki hans við öllu því sem kom frá embættismönnum Vegagerðarinnar. Þetta er búið að vera baráttumál hópsins frá því að hann varð til og að forgangsröðunin yrði að laga höfninni svo að ný ferja gæti siglt í sömu veðrum og þegar siglt er til Þorlákshafnar.

Hópurinn styður bæjarstjórnina heilshugar í þessu máli og vonar að óháð úttekt verði sett af stað sem fyrst og lagfæringar á aðkomu að höfninni verði einnig sett í forgang, svo að ekki þurfi að koma til siglinga á nýju ferjunni til Þorlákshafnar í framtíðinni. Það er eitthvað sem engin Vestmannaeyingur vill.

 

F.h Horft til framtíðar

Halldór Bjarnason

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.