Þurftu að afþakka boðsferð til Dúbaí

12.Febrúar'19 | 14:19
Sindri_snaer_sgg

Ljósmynd/SGG

Karlalið ÍBV í knattspyrnu þurfti að afþakka boðsferð til Dúbaí þar sem liðið hefði mætt Kínameisturum Sjanghæ SIPG í æfingaleik á morgun. 

Frá þessu er greint á mbl.is í dag en samkvæmt fréttinni var fyrirvarinn of stuttur fyrir Eyjamenn sem hefðu ekki komist til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í tæka tíð. Samkvæmt mbl.is hefði ferðin verið í boði Sjanghæ SIPG að öllu leyti en Eyjamenn hefðu í fyrsta lagi getað verið komnir til Dúbaí á fimmtudaginn.

Risasamningar við brasilískar stórstjörnur

Shang­hai SIPG er eitt sterk­asta fé­lagslið Asíu og með tvo þekkta Bras­il­íu­menn, Oscar og Hulk, inn­an­borðs. Liðið vann kín­versku úr­vals­deild­ina með fimm stiga mun á síðasta ári en féll út í 16-liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar Asíu gegn verðandi Asíu­meist­ur­um Kashima Antlers frá Jap­an, 3:4 sam­an­lagt.

Oscar, sem lék lengi vel með Chelsea á Englandi, var keyptur til félagsins á 60 milljónir punda eða sem nemur ríflega níu milljörðum króna árið 2017. Hulk kom til liðsins ári fyrr frá Zenit í Rússlandi en kaupverðið á honum var um átta milljarðar króna.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.