Þurftu að afþakka boðsferð til Dúbaí

12.Febrúar'19 | 14:19
Sindri_snaer_sgg

Ljósmynd/SGG

Karlalið ÍBV í knattspyrnu þurfti að afþakka boðsferð til Dúbaí þar sem liðið hefði mætt Kínameisturum Sjanghæ SIPG í æfingaleik á morgun. 

Frá þessu er greint á mbl.is í dag en samkvæmt fréttinni var fyrirvarinn of stuttur fyrir Eyjamenn sem hefðu ekki komist til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í tæka tíð. Samkvæmt mbl.is hefði ferðin verið í boði Sjanghæ SIPG að öllu leyti en Eyjamenn hefðu í fyrsta lagi getað verið komnir til Dúbaí á fimmtudaginn.

Risasamningar við brasilískar stórstjörnur

Shang­hai SIPG er eitt sterk­asta fé­lagslið Asíu og með tvo þekkta Bras­il­íu­menn, Oscar og Hulk, inn­an­borðs. Liðið vann kín­versku úr­vals­deild­ina með fimm stiga mun á síðasta ári en féll út í 16-liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar Asíu gegn verðandi Asíu­meist­ur­um Kashima Antlers frá Jap­an, 3:4 sam­an­lagt.

Oscar, sem lék lengi vel með Chelsea á Englandi, var keyptur til félagsins á 60 milljónir punda eða sem nemur ríflega níu milljörðum króna árið 2017. Hulk kom til liðsins ári fyrr frá Zenit í Rússlandi en kaupverðið á honum var um átta milljarðar króna.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.