Nýsköpun, markaðssetning og framtíðin

12.Febrúar'19 | 20:08
Robert-tsv_litil

Róbert Guðfinnsson. Mynd/setur.is

Í dag var Siglfirðingurinn Róbert Guðfinnsson með gríðarlega áhugavert erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Mikill áhugi var fyrir erindi Róberts, enda mættu á fimmta tug í Setrið til að hlýða á erindið.  Yfirskrift erindisins var Nýsköpun, markaðssetning og framtíðin.

Erindi sínu skipti Róbert í 3 hluta: vörumerki, líftækni og fiskeldi, segir í frétt á heimasíðu Þekkingarseturs Vestmannaeyja.

Róbert tók dæmi um vel heppnaðar aðgerðir í markaðssetningu í heiminum og tengdi það við íslenskan sjávarútveg. Einnig fjallaði hann um áhugaverða nálgun sem fyrirtæki á Íslandi hefur farið í markaðssetningu og vörumerkjastjórnun (e. branding) á sjávarafurðum og ný tækifæri sem eru að skapast með aukinni upplýsingamiðlun.  Miklar breytingar eru að eiga sér stað í markaðssetningu sjávarafurða að mati Róberts.

Nýsköpun var rauði þráðurinn í erindinu og tengdi Róbert með skýrum hætti umhverfi nýsköpunarverkefna og fjármagn sem þarf til slíkrar starfsemi.

Róbert ræddi reynslu sína úr líftækni og hvaða innviðir þurfa að vera í samfélögum til að slík starfsemi geti þrifist og það hvernig hægt er að tengja vörur og þjónustu við sveitarfélög í markaðssetningu.  Lífsgæði í samfélögum eru ofarlega í huga Róberts.  Svo fyrirtæki geti blómstrað og vaxið, að mati Róberts, þarf góð lífsgæði fyrir íbúa. Róbert hefur lagt mikið upp úr þessu í sinni atvinnuuppbyggingu á Siglufirði.

Hann ræddi um nýja hluti sem eru að gerast í líftækni, m.a. nýjar afurðir sem geta mögulega komið í stað hefðbundins hráefnis í fiskeldi s.s. fiskimjöl og lýsi. Að lokum setti Róbert fram spennandi hugmyndir um úthafsfiskeldi og hvatti Eyjamenn til að skoða möguleika á slíku eldi í kringum Vestmannaeyjar.  Að hans mati geta Vestmanneyjar orðið þjónustumiðstöð fyrir slíka starfsemi.

Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Fleiri myndir frá fyrirlestrinum má sjá hér.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).