100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar

Saga Eyjanna með augum grunnskólanema

11.Febrúar'19 | 15:35
grv_syning_ads

Ljósmynd/aðsend

Á morgun, þriðjudag klukkan 16.00 verður opnuð sýning í Einarsstofu á verkum flestallra nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem efnið er sótt í sögu Eyjanna.

Bjartey Gylfadóttir, myndlistarkennari segir sýninguna bæði fjölbreytta og skemmtilega. „Myndlist er skylda frá fyrsta upp í sjöunda bekk og eftir það er hún val hjá krökkunum,“ sagði Bjartey. „Upphafið var að Kári í Safnahúsinu hafði samband við skólann og spurði hvort við vildum taka þátt í að minnast 100 ára afmælis Vestmannaeyja. Í framhaldi af því spjalli okkar kom beiðni frá afmælisnefnd bæjarins um að Grunnskólinn yrði með afmælissýningu á árinu. Við slógum til og ákváðum að gera eina stóra sýningu þar sem allra flestir nemendur skólans tóku þátt í. Afraksturinn fáum við að sjá við opnunina á morgun,“ sagði Bjartey.

Nánast allir nemendur í fyrsta til sjöunda bekk taka þátt í sýningunni og um 30 á unglingastiginu. „Krakkarnir nálgast þetta með ýmsum hætti en allt tengist þetta sögu Eyjanna á einhvern hátt, bæði í fortíð og nútíð. Einnig er að finna mannamyndir og ýmislegt sem tengist lífi krakkanna sjálfra. Ég hvet svo fólk til að kíkja á sýninguna og það verður enginn fyrir vonbrigðum. Sjónarhorn krakkanna er svo mismunandi,“ sagði Bjartey sem setur upp sýninguna með Þóru Gísladóttur og Unni Líf Ingadóttur Ímsland sem líka kenna myndlist við Grunnskólann. Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Íris Róbertsdóttir, opnar sýninguna á morgun kl. 16:00 með nokkrum orðum.

Sýningin verður í Safnahúsinu á opnunartíma hússins dagana 12.-19. febrúar.

Hver bekkur er með sitt þema.

Fyrsti bekkur: Húsin í bænum.

Annar bekkur: Þrettándatröll.

Þriðji bekkur. Þjóðhátíð.

Fjórði bekkur: Eyjafólk.

Fimmti bekkur: Lundinn og lundapysjur.

Sjötti bekkur: Eldgosin.

Sjöundi bekkur: Tyrkjaránið.

Áttundi til tíundi bekkur: Sjómennska.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.