Fræðsluráð:

Skoða betur mögulega viðbyggingu við Hamarsskóla

7.Febrúar'19 | 15:15
hamarsskoli

Hamarsskóli. Ljósmynd/TMS

Framtíðarsýn í húsnæðismálum Grunnskóla Vestmannaeyja var áfram til umræðu á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar í gær. Þar var lögð fram skýrsla sem unnin var af framkvæmdastjóra fræðsluráðs, forsvarsmönnum GRV, Tónlistarskólans, Frístundavers og Víkurinnar.

Í bókun ráðsins segir enn fremur að mál þetta sé stórt og viðamikið og mikilvægt að það fái góðan og vandaðan undirbúning til að hægt sé að taka yfirvegaða og skýra ákvörðun. Ráðamenn munu gefa sér tíma til að ræða málið fram að næsta fundi til að koma með tillögur um framhald málsins.

Telja kostinn við viðbyggingu við Hamarsskóla ótvíræðan

Í bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins er framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs þakkað fyrir vandað minnisblað og góða yfirferð. Samkvæmt minnisblaði sem liggur fyrir er augljóst að kostir viðbyggingar við Hamarsskóla eru ótvíræðir bæði hvað varðar rekstrarhagræði, styttingu boðleiða og aukið hagræði fyrir börn og foreldra ásamt mikilli samþættingu skólastarfsins. Rými þeirrar starfsemi sem um ræðir í dag er nægilega mikið eins og er en þarfnast þó verulegra úrbóta líkt og kemur fram í minnisblaðinu. Það er því nauðsynlegt að tekin sé afstaða til þess hvort að fara eigi í að byggja við Hamarsskóla eða þá fara í úrbætur á þeim þremur byggingum sem fyrir eru. 

Tillögu minnihlutans frestað til næsta fundar 

Þá lagði minnihlutinn í ráðinu fram eftirfarandi tillögu: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að viðbygging við Hamarsskólann sé skynsamleg og metnaðarfull og leggja til að nú þegar verið farið í kostnaðargreiningu og forhönnun viðbyggingar með það að markmiði að innan veggja skólans rúmist lengd viðvera grunnskólanema, starfsemi Tónlistarskóla Vestmannaeyja, hátíðarsalur og stórbætt aðstaða mötuneytis. Leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslu á að þeirri vinnu verði lokið eigi síðar en í vor. 

Í kjölfarið lagði meirihluti ráðsins fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að tillögu minnihluta D lista verði frestað til næsta fundar.

Tillaga meirihlutans var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2.

Hér má sjá skýrsluna sem lögð var fram á fundinum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.