Leitarskipin sjá enga viðbót í loðnu

7.Febrúar'19 | 09:10
lodnu

Lítið hefur fundist af loðnu það sem af er ári.

Sú yfirferð rannsóknaskipa sem nú stendur yfir hefur ekki gefið neinar vísbendingar um að eitthvað sé að bætast við þá loðnu sem þegar hefur verið mæld. Í leiðangri í byrjun janúar fundust rúmlega 200.000 tonn af kynþroska loðnu, sem hvergi dugar til þess að mælt verði með veiðum.

Leiðangur rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar og uppsjávarskipsins Polar Amaroq hefur staðið í um hálfan mánuð, en nokkra daga hafa skipin misst úr leit vegna veðurs. Polar leitaði undir Grænuhlíð í fyrradag, en Árni var við leit fyrir austan land þrátt fyrir brælu.

Því er í raun ekkert að nýtt að frétta en samráðshópur Hafrannsóknastofnunar og útgerðarinnar fundaði í gær þar sem mögulegt framhald rannsókna var rætt. Áður hafði verið ákveðið að halda áfram að vakta loðnuna í samstarfi Hafrannsóknastofnunar og útgerðarinnar, en Polar er skip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

„Við erum að fara enn eina yfirferðina hérna fyrir norðan og austan, fyrir utan kantinn, og það sem við höfum séð breytir ekki miklu. Við höfum ekki séð almennilega viðbót ennþá,“ segir Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, þegar Fiskifréttir náðu sambandi við hann í gær.

„Þetta var aðallega ungloðna sem við sáum hérna vestast og meira kynþroska loðna eftir því sem þú ferð austar. Eins og við má búast svo sem. Bæði skipin hafa verið að skanna svæðið fyrir utan landgrunnsbrúnina, en við munum eitthvað kíkja meira upp á grunninn núna í kjölfarið.“

 

Fiskifrettir.is greindi frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).