Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Hvetja til þess að samningar verið kláraðir fljótt og vel svo hægt verði að dýpka

7.Febrúar'19 | 05:39
IMG_2201-002

Dýpkunarskipið Galilei 2000 var síðast við dýpkun í landeyjahöfn í fyrra. Ljósmynd/TMS

Dýpkun í Landeyjahöfn er mikið í umræðunni enda höfnin lokuð og ekki verið að dýpka þrátt fyrir fögur fyrirheit og ágætar aðstæður, segir í sameiginlegri bókun allra bæjarfulltrúa sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku.

Enn fremur segir að bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælti harðlega þegar Vegagerðin tók ákvörðun um að semja við nýjan aðila um dýpkun hafnarinnar til næstu 3ja ára. Að ósk Vestmanneyjabæjar var boðin út febrúardýpkun í Landeyjahöfn, tilboðum í þá dýpkun var öllum hafnað. Í framhaldinu var tekin ákvörðun innan Vegagerðarinnar reyna að semja við þann sem var næst kostnaðaráætlun og standa þær samningaviðræður yfir.

Bæjarstjórn hvetur til þess að samningar verið kláraðir fljótt og vel svo hægt verði að dýpka og opna höfnina, segir í bókuninni. Hins vegar hafa engar fréttir borist af samningum Vegagerðarinnar um svokallaða febrúar-dýpkun, nú þegar ein vika er liðin af mánuðinum.

Sjá einnig: Viðræður í gangi um dýpkun
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-